Vináttukeppni við Argentínu í dag, sunnudag – Allir geta tekið þátt!

0
1854

Næsta viðureign „Team Iceland“ verður gegn liði Argentínu og fer fram sunnudaginn 9. september.

Viðureignin er liður í undirbúningi Team Iceland fyrir Heimsdeildina í netskák (LCWL) sem hefst í október.

Keppnin verður með sama sniði og gegn Úkraínu í síðustu viku, en fyrst er tefld leifturskák (bullet) og hefst sú viðureign kl. 20. Því næst er tefld hraðskák og hefst sú rimma kl. 20:20. Athugið að keppendur þurfa að skipta um mót á milli viðureigna, en einfaldast er að nota „Tournaments“ flipann á Chess.com til þess.

Lið Argentínu endaði í 7. sæti í 1. deild á tímabilinu sem lauk í ágúst. Þeir eru með nokkuð þétt lið (sjá hér) og hafa undanfarið verið að tefla á 20-40 borðum og ættu því flestir að fá andstæðing í þessari viðureign.

Allir eru hvattir til að ganga í “Team Iceland” og mæta til leiks!

ALLIR GETA VERIÐ MEÐ! HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Athygli er vakin á því að allir sem vilja geta gengið í Team Iceland og tekið þátt í viðureignum liðsis í haust og vetur. Mótin eru opin öllum og ekki er gerð krafa um lágmarks styrkleika. Allir eru því hvattir til að ganga í „Team Iceland“ og taka þátt í þessum skemmtilegu viðureignum.

Keppendur þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst. Tenglar á mótin eru hér að neðan, en einfaldast er að nota “Tournaments” flipann á Chess.com.

DAGSKRÁIN. ATH NÝJAR TÍMASETNINGAR!

- Auglýsing -