Skáksveit Nroðrulandameistara Hörðuvallaskóla. Mynd: Kjartan Briem.

Skáksveit Hörðuvallaskóla varð fyrr í dag Norðurlandameistari grunnskólasveita! Fyrir lokaumferðina hafði sveitin seins vinnings forskot á dönsku sveitina en þessar sveitir mættust í lokaumferðinni. Hörðuvellingar unnu 3-1 og þar með Norðurlandameistaratitilinn þeirra! Sveitin hlaut 17½ vinninga af 20 mögulegum sem er glæsilegur árangur. Mótið fór fram í Tampere í Finnlandi.

Sveit Norðurlandmeistara Hörðuvallaskóla skipuðu:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson 3½ af 4
  2. Stephan Briem 3½ af 4
  3. Arnar Heiðarsson 4 v. af 4
  4. Sverrir Hákonarson 4 v. af 5
  5. Benedikt Briem 2½ af 3
  6. Óskar Hákonarson – tefldi ekkert

Liðsstjóri var Gunnar Finnsson.

Skáksveit Álfhólsskóla að tafli í Finnlandi.

Álfhólsskóli varð í fjórða sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita sem fram fór samhliða.  Róbert Luu stóð sig afar vel á fyrsta borði og hlaut 3½ vinning.

Sveitina skipuðu:

  1. Róbert Luu 3½ v. af 5
  2. Ísak Orri Karlsson 1 v. af 4
  3. Alexander Már Bjarnþórsson 1½ v. af 4
  4. Rayan Sharifa 1 v. af 3
  5. Gabríel Sær Bjarnþórsson 2 v. af 4

Liðsstjóri sveitarinnar var Lenka Ptácníková.

 

 

 

 

 

- Auglýsing -