Skáksveit Hörðuvallaskóla. Mynd: Kjartan Briem.

Það er mikil spenna á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem nú er í gangi í Tampare í Svíþjóð. Hörðuvallskóli hefur eins vinnings forskot á dönsku sveitina fyrir lokadag mótsins í dag þegar tvær síðustu umferðirnar verða tefldar.

Í umferðum gærdagsins vann Hörðuvallaskóli finnsku sveitirnar 4-0 og 3½-½. Sveitin hefur 10½ vinning að 12 mögulegum. Danska sveitin hefur 9½. Sveitirnar mætast í lokaumferðinni. Viðureign sem gætii orðið hrein úrslitaviðureign.

Gærdagurinn var vægast sagt skrykkjóttur hjá sveit Álfhólsskóla sem teflir á barnaskólamótinu sem fram fer samhliða. Danska sveitin var lögð að velli 4-0 í 2. umferð en tap með sama mun gegn þeirri norsku í 3. umferð. Sveitin er í 4. sæti.

Fjórða og næstsíðasta umferð hófst í morgun kl. 7. Síðari umferðin hefst kl. 13.

Engar beinar útsendingard

- Auglýsing -