Íslandsmót ungmenna fór fram í Rimaskóla í dag. Tæplega 80 krakkar tóku þátt. Teflt var um níu Íslandsmeistaratitla í alls sjö flokkum. Hart var barist en gleðin var engu að síður í fyrirrúmi. Glæsilegt happdrætti var í mótslok í hverjum flokki þar sem Heimilstæki gaf Bluetooth-hátalara og heyrnatól. Allir Íslandsmeistararnir níu fá frí þátttökugjöld á GAMMA Reykajvíkurskákmótið 2019.

Strákar 8 ára og yngri

Josef Omarsson kom sá og sigraði með miklum yfirburðum. Hann vann allar sínar skákir! Annar varð Gunnar Aðalsteinn Jóhannsson og þriðji varð Róbert Kaleviqi.

Alls tóku 12 strákar þátt.

Lokastaðan á Chess-Results.

Stelpur 8 ára og yngri

Guðrún Fanney Briem vann með yfirburðum. Vann allar sínar skákir. Þórunn Jónsdóttir varð önnur og Þórhildur Helgadóttir þriðja.

Alls tóku 9 stelpur þátt.

Lokastaðan á Chess-Results.

Strákar 9 -10 ára

Langfjölmennasti flokkurinn en 24 strákar öttu kappi. Tómas Möller vann öruggan sigur en hann vann allar sínar skákir. Matthías Björgin Kjartansson varð annar og Einar Tryggi Petersen þriðji eftir stigaútreikning. Jafn honum að vinningum en lægri á stigum varð Kristján Ingi Smárason.

Lokastaðan á Chess-Results.

Stelpur 9-10 ára 

Anna Katarina Thorodssen sigraði með fullu húsi. Vann allar skákir sínar. Önnur varð Soffía Arndís Bendsen og þriðja varð Katrín María Jónsdóttir.

Sex stúlkur tóku þátt.

Lokastaðan á Chess-Results.

Strákar 11-12 ára

Benedikt Briem og Gunnar Erik Guðmundsson komu jafnir í mark með 5½ vinning í 6 skákum. Benedikt hlaut Íslandsmeistaratitilinn eftir stigaútreikning og Gunnar Erik fékk silfrið. Benedikt Þórisson varð þriðji með 4 vinninga.

Níu strákar tóku þátt.

Lokastaðan á Chess-Results.

Stelpur 11-12 ára og 13-14 ára

Tveir stelpnaflokkar voru sameinaðir.

Batel Goitom Haile kom sú og sigraði í flokki 11-12 ára. Hún halut 5 vinninga af 6 mögulegum. Iðunn Helgadóttir og Freyja Birkisdóttir komu hnífjafnar í mark í 2.-3. sæti. Þurfti að grípa til hlutkestis og þar hlaut Freyja silfrið en Freyja bronsið.

Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir varð Íslandsmeistari stúlkna 13-14 ára.

Sjö keppendur tóku þátt í sameinuðum flokki.

Lokastaðan á Chess-Results.

Strákar 13-14 ára og 15-16 og ára

Tveir elstu strákaflokkarnir voru sameinaðir. Þrír úr eldri flokknum tefldu og sjö úr þeim yngri.  Hinir eldri röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Birkir Ísak Jóhannsson varð Íslandsmeistari. Stephan Briem og Arnar Heiðarsson hlutu gull og silfur.

Óskar Víkingur Davíðsson varð efstur stráka 13-14 ára og þ.a.l. Íslandsmeistari í flokknum. Örn Alexandersson varð annar og Arnór Gunnlaugsson þriðji.

Lokastaðan á Chess-Results.

Skáksambandið þakkar öllum keppendum fyrir skemmtilegt mót!

Yfirdómari mótsins var Páll Sigurðsson. Aðrir dómarar voru Siguringi Sigurjónsson, Þórir Benediktsson, Gunnar Björnsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Róbert Lagerman.

Skáksambandið þakkar öllum keppendum, foreldrum, öðrum aðstandendum og fyrir skemmtilegan laugardag. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, fær sérstakar þakkir fyrir lánið á húsnæðinu.

Heimilstæki, Ölgerðin, Dominos og Laugarásbíó fá þakkir fyrir stuðning við mótshaldið.

- Auglýsing -