Guðmundur Kjartansson í Hörpu. Mynd: Hrafn Jökulsson.

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2423) situr þessa dagana að tafli á alþjóðlega mótinu í Rúnavík í Færeyjum. EFtir fjórar umferðir hefur Gummi hlotið 2½ vinning. Unnið tvo stigalægri heimamenn, gert jafntefli við FIDE-meistarann Högna Edilstoft Nielsen (2400), og tapað fyrir spænska stórmeistranum Oleg Korneev (2560). Í dag mætir hinum Nilsen, bróðurnum, Rógva.

Meðal keppenda á mótinu er Bessi Bjarnason. Fæddur og uppalinn á Selfossi en verið búsettur í Færeyjum síðan 2002.

28 skákmenn frá 10 löndum taka þátt. Þar af eru 8 stórmeistarar.  Guðmundur er nr. 8 í stigaröð keppenda.

 

 

- Auglýsing -