Mynd frá upphafi 10 skákarinnar. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Sömu úrslit urðu í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra Fabiano Caruana (2832) og Magnúsar Carlsen (2835) og í hinum níu skákunum, jafntefli. Staðan er því 5-5 þegar aðeins tvær skákir eru eftir. Skákin í dag var þó afar spennandi og tvísýn. Magnús tefldi djarft og Fabi hefði getað refsað fyrir það.  Skákin tefldi nákvæmlega eins og áttunda skákin en í tólfta leik breytti Fabi út af.

12. b4! 

Hér lagðist Magnús í djúpa þanka og svaraði með 12…a6 eftir 12 mínútna umhugunartíma. Fabi fór í aðgerðir á drottnignarvæng á meðan Mangi var með liðsflutninga yfir á kóngsvænginn.  Eftir 21. Kh1 kom þessi staða upp.

21…b5! Afar skemmtileg hugmynd.


Eftir 22. axb6 f3 23. gxf3 Re5! bíða hvíts konar erfiðleikar. Caruana valdi frekar að leika 22. Rb6. Framhaldið varð 22… Rxb6 23. Bxb6 Dg5?! 

Síðasti leikur Magnúsar stenst ekki hörðustu gagnrýni því eins og ofurtölvan Sesse „benti á“ er hvítur með alla vinningsmöguleika eftir 24. Bxb5 því hvítur getur varist sókn svarts, þótt ótrúlega megi vera. Frípeðið á a-línunni gæti þá ráðið úrslitum. Fabi er hins vegar aðeins mannlegur og eftir 18 mínútna umhugsun lék hann 24. g3. Carlsen virtist hafa möguleika en Caruana varðist óaðfinnanlega eins og svo oft áður í einvíginu og jafntefli samið eftir 54 leiki. Magnús tókst að koma sér smá vandræði í lokin með ónákæmri taflmennsku en leysti þau vandkvæði.

Æsispennandi skák – sú skemmtilegasta til þessa.

Grein Chess.com með skýringum Sam Shankland um skákina má finna hér.

Ingvar Þór Jóhannesson fer yfir skákina á Youtube.

 

Frídagur er á morgun. Ellefta og næstsíðasta skákin fer fram á laugardaginn. Hefst kl. 15 rétt eins og leikur Watford og Liverpool sem er ekki sýndur á Stöð Sport út af árekstrinum við heimsmeistaraeinvigið.

Hvar er best að fylgjast með einvíginu:

- Auglýsing -