Frá Skákþingi Garðabæjar. Mynd: Ingibjörg Edda.

FIDE-meistarinn, Sigurður Daði Sigfússon (2252), er efstur með 5½ vinning, að lokinni sjöttu og næstsíðustu umferð Skákþings Garðabæjar sem fram fór í gærkveldi. Daði lagði þá Ingvar Egil Vignissyn (1647) að velli. Jóhann H. Ragnarsson (2007) og Björn Hólm Birkisson (2033) eru í 2.-3. sæti með 4½ vinning.

Stöðuna fyrir lokaumferðina sem fram fer á mánudaginn má finna á Chess-Results.

- Auglýsing -