Skákvarpshlaðvarpskóngarnir, Ingvar Þór Jóhannesson og Gunnar Björnsson, tóku upp Skákhlaðvarpið núna í hádeginu.

Áhugasömum um skákhlaðvarpið er bent á það að hægt er að finna þau frá upphafi á Spotify með því að slá upp „Skákhlaðvarp“.

Aðalumræðið var eðlilega heimsmeistaraeinvígið í London. Heimsmeistaraeinvígi kvenna var einnig rætt sem og Íslandsmótið í atskák í Stykkishólmi síðustu helgi og árangur Henriks Danielsen á HM öldunga.

- Auglýsing -