Carlsen og Caruna. Mynd: Peter Doggers/Chess.com

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen mátti þakka fyrir jafntefli í sjöttu einvígisskákinni við Fabiano Caruana í London í gær. Skákinni lauk með jafntefli eftir 80 leiki og u.þ.þ. sex og hálfrar klukkustundar taflmennsku. Undir lok skákarinnar varðist Magnús manni undir en „vélunum“ bar ekki saman um vinningshorfur Bandaríkjamannsins, þó að margt bendi til þess að hægt verði að sanna að hann hafi átt unnið tafl um tíma. Staðan í einvíginu er því jöfn eftir jafntefli í öllum sex fyrstu skákunum.

Eitt einkenni einvígisins í London er það hversu erfiðlega skákmönnunum gengur að fá þó ekki sé nema örlítið betra tafl þegar þeir hafa hvítt. Hvað eftir annað er það stjórnandi svarta liðsaflans sem teflir til sigurs. Þannig var það einnig í sjöttu skákinni í gær. Upp kom Petroffs-vörn og síðan nokkrir sérkennilegir riddaraleikir sem leiddu til jafnrar stöðu. Margir bjuggust við að þeir myndu slíðra sverðin í kringum 30 leikinn en 22. leikur Magnúsar var ónákvæmur og Caruana fékk færi á að tefla til vinnings og erfið vörn beið norska heimsmeistarans. Honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn, hélt jöfnu og getur verið sáttur við þau úrslit. Skákin gekk þannig fyrir sig:

Heimsmeistaraeinvígið í London; 6. skák:

Magnús Carlsen – Fabiano Caruana

Petroffs vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rd3!?

Afar sjaldséður leikur sem virðist hafa haft þann tilgang að beina skákinni frá þekktustu leiðum. Á skákmótinu í St. Louis í sumar lék Magnús 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 sem er ein algengasta leiðin.

4. … Rxe4 5. De2 De7 6. Rf4 Rc6 7. Rd5 Rd4 8. Rxe7 Rxe2 9. Rd5 Rd4 10. Ra3 Re6 11. f3 Rc5 12. d4 Rd7 13. c3 c6 14. Rf4 Rb6 15. Bd3 d5 16. Rc2 Bd6 17. Rxe6 Bxe6 18. Kf2 h5 19. h4 Rc8 20. Re3 Re7 21. g3 c5 22. Bc2?

Fyrsta og eina ónákvæmni Magnúsar. Biskupinn stefnir til b3 en þar stendur hann alls ekki vel.

22. … O-O 23. Hd1 Hfd8 24. Rg2 cxd4 25. cxd4 Hac8 26. Bb3 Rc6 27. Bf4 Ra5 28. Hdc1 Bb4 29. Bd1 Rc4 30. b3 Ra3!

Þennan þátt skákarinnar teflir Caruana alveg sérstaklega vel. Þó að vinningsmöguleikarir séu ekki miklir tekst honum að halda upp óþægilegri pressu á stöðu hvíts.

31. Hxc8 Hxc8 32. Hc1

Stofnar til uppskipta og vonast eftir jafntefli en Caruana skynjar vel að hann einn á vinningsmöguleika.

32. … Rb5 33. Hxc8+ Bxc8 34. Re3 Rc3 35. Bc2 Ba3 36. Bb8 a6 37. f4 Bd7 38. f5 Bc6 39. Bd1 Bb2! 40 Bxh5 Re4+ 41. Kg2 Bxd4 42. Bf4 Bc5 43. Bf3 Rd2!

44. Bxd5 Bxe3 45. Bxc6 Bxf4 46. Bxb7 Bd6 47. Bxa6 Re4 48. g4 Ba3 50. g5 Rc3 51. b4!

Það er betra fyrir hvítan að halda í a-peðið.

51. … Bxb4 52. Kf3 Ra4 53. Bb5 Rc5 54. a4 f6 55. Kg4 Re4 56. Kh5 Be1 57. Bd3 Rd6

 

 

 

58. a5!?

Spilar út trompinu! Með því að láta peðið af hendi kemst kóngurinn inn á g6. En dugar það til jafnteflis? Ekki voru allir vissir um það.

58. … Bxa5 59. gxf6 gxf6 60. Kg6 Bd8 61. Kh7 Rf7 62. Bc4 Re5 63. Bd5 Ba5 64. h5 Bd2 65. Ba2 Rf3 66. Bd5 Rd4 67. Kg6 Bg5 68. Bc4 Rf3 69. Kh7 Re5 70. Bb3 Rg4 71. Bc4 Re3 72. Bd3 Rg4 73. Bc4 Rh6 74. Kg6 Ke7 75. Bb3 Kd6 76. Bc2 Ke5 77. Bd3 Kf4 78. Bc2 Rg4 79. Bb3 Re3 80. h6 Bxh6

Jafntefli.

Í sjöundu skákinni sem tefld verður á morgun hefur Magnús aftur hvítt.

Önnur skák einvígisins hefst í dag kl. 15.

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 17. nóvember 2018.

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -