Það fór fram tvær umferðir Ólympíuskákmót 16 ára og yngri í gær. Í fyrri viðureign dagsins gerði íslenska liðið 2-2 jafntefli við Mexíkóa. Vignir Vatnar og Birkir Ísak unnu sínar skákir. Í þeirri seinni tapaði liðið 0-4 fyrir Þýskalandi sem hafa mjög sterka sveit.

Í dag mæta krakkarnir sveit Tælendinga. Þá kemur Batel aftur inn en Arnar hvílir.
Keppendur: Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan Briem, Birkir Ísak Jóhannsson, Arnar Milutin Heiðarsson og Batel Goitom Haile. Liðsstjóri er Helgi Ólafsson.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar hefjast almennt kl. 12.
- Auglýsing -
















