Íslenska liðið í lokaumferðinni. Mynd: Kjartan Briem

Íslenska liðið vann sigur í lokaumferðunum tveimur á ólympíumóti 16 ára og yngri sem lauk í morgun í Konya í Tyrklandi. Sigur vannst á b-sveit Alsír í gær og Suður-Afríku í morgun.

Þrátt fyrir það veldur árangur sveitarinnar nokkrum vonbrigðum. sveitin endaði í 38. sæti af 46 liðum en fyrirfram var sveitinni raðað í 33. sæti.

Andstæðingarnir voru erfiðir og tiltölulega fá lið frá vestur-Evrópu. Margir þeirra virðast vera með of lág stig miðað við styrkleika. Lið Íslands skipuðu

  1. FM Vignir Vatnar Stefánsson 4 v. af 9
  2. Stephan Briem 3 v. af 9
  3. Birkir Ísak Jóhannsson 5 v. af 9
  4. Arnar Milutin Heiðarsson 1 v. af 6
  5. Batel Goitom Haile 1 v. af 3

Nánar um árangurinn á Chess-Results.

Liðsstjóri og þjálfari var Helgi Ólafsson.

Heimsmeistarar Úsbeka. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Úsbekar komu sáu og sigruðu en þeir hafa gríðarlegu sterku liði á að skipa.

- Auglýsing -