Jón L. Árnason og Kristján Ólafur Evðarsson á Skákhátíð MótX. Mynd: Pálmi R. Pétursson.

Sigurbjörn Björnsson er efstur með fullt hús vinninga eftir fjórar umferðir á Skákþingi Reykjavíkur. Hann vann Lenku Ptacnikovu sl. miðvikudagskvöld. Í 2.-5. sæti koma Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Ingvason, Davíð Kjartansson og Vignir Vatnar Stefánsson, allir með 3½ vinning.

Í annarri umferð MótX-mótsins í Stúkunni bar helst til tíðinda að Guðmundur Kjartansson vann Jóhann Hjartarson og er efstur ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni og Jóni L. Árnasyni. Þeir eru með tvo vinninga.

Hjörvar og Jón L. tefla saman í 3. umferð og Guðmundur mætir Braga Þorfinnssyni.

Jóhanni Hjartarsyni hefur gengið illa í viðureignum sínum við Guðmund Kjarrtansson undanfarið en í skákum þeirra fer oft af stað sama atburðarásin, þ.e.a.s. Guðmundur situr í viðsjárverðri stöðu í miðtafli en tekst einhverveginn að klóra sig fram úr erfðleikunum. Dæmi um þetta kom fram á þriðjudagskvöldið:

Jóhann – Guðmundur

Hvítur er skiptamun og peði yfir en þyrfti að bæta kóngsstöðu sína. Lítill tími var aflögu en vinningsleiðin sem „vélarnar“ bentu á er: 34. Kf1! b4 35. Ba1! Rxa5 36. Db2! f6 37. Be6+ – og síðan – Kg2 og vinnur. En Jóhann lék …

34. Bf1? b4 35. Bb2

Hann varð að reyna 35. Bxg7 Kxg7 36. Dg5+ Dxg5 37. hxg5 þó svartur eigi betri færi eftir 37. … Rxa5.

35. … Re5!

Ótrúlegt en satt, svarta staðan er unnin!

36. Bxe5 dxe5 37. Db4 Dxg3+ 38. Kd1 Dxf3+ 39. Kd2 Be3+

– og hvítur gafst upp.

20 jafntefli – 20 sigrar

Jafnteflisdauðinn virtist hafa heltekið Magnús Carlsen í kappskákum hans með venjulegum umhugsunartíma. Í 4. umferð stórmótsins í Wijk aan Zee gerði hann sitt fjórða jafntefli þegar hann tefldi við Vladimir Kramnik sl. þriðjudag og jafnaði þá met Hollendingsins Giri sem fyrir einhverjum misserum síðan gerði 20 jafntefli í röð. Þess metjöfnun Magnúsar er rakin til síðustu fjögurra jafntefla á EM taflfélaga í Porto Carras sl. haust, 12 jafntefla í heimsmeistaraeinvíginu í London, að viðbættum þessum skákum í „Víkinni“.

Gamlir aðdáendur Bobby Fischer gátu rifjað upp annað met – 20 sigurskákir í röð! Á tíu mánaða tímabili 1970 –´71 vann Bobby sjö sinnum á lokaspretti millisvæðamótsins í Palma á Mallorca og þar á eftir 13 skákir í röð í einvígjunum við Taimanov, Larsen og Petrosjan.

En Magnús lauk runu jafntefla með því að sigra heimamanninn Jorden Van Foreest í fimmtu umferð og er ½ vinningi á eftir Liren Ding og Jan Nepomniachtchi þegar átta umferðir eru eftir:

Wijk aan Zee 2019; 5. umferð:

Jorden Van Foreest – Magnús Carlsen

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 9. c4 Rg6 10. Da4 Bd7 11. Db4 Db8 12. h4 h5 13. Be3 a6 14. Rc3 f5

Hann lék 14. … a5 í at-skák nr. 2 gegn Caruana – og vann!

15. O-O-O Be7 16. g3 O-O 17. Be2 e4 18. Bd4?

Hann hefði átt að taka peðið, 18. bxh5 Re5 19. Be2 b5 gefur svartur vissulega bætur en hugsanlega ekki nægjanlegar.

18. … Bf6 19. Bxf6 Hxf6 20. Db6 Re5 21. Kb1 Be8 22. Hd2 Rd7 23. Dd4 Dc7 24. Rd1 Re5 25. Re3 f4 26. gxf4 Hxf4 27. Hg1 Bg6! Eftir þennan leik teflir svarta staðan sig sjálf. Hvítur getur ekki varið peðin á f2 og h4.

28. Ka1 Haf8 29. c5 Hxf2 30. Dc3 Dxc5 31. Dxc5 dxc5 32. d6 Kh7 33. d7 Rf3

Skákþættir Helga Ólafssonar í Morgunblaðinu birtast viku síðar á Skák.is. Þessi skákþáttur birtist 19. janúar 2019

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -