Sigurvegarar Sunnulækjarskóla: Mynd: Aldís Sigfúsdóttir

Suðurlandsmót grunnskóla í skák fór fram á skákdeginum, föstudeginum 25. janúar sl. í Fischersetri á Selfossi. Mótið var sveitarkeppni grunnakólanna á Suðurlandi og var skákmótið í umsjón Skáksambands Íslands og skákstjóri var Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands. Teflt var í tveimur flokkum, annars vegar 1.-5. bekkur og hins vegar 6.-10. bekkur. Alls voru það 14 lið sem tefldu frá fimm skólum eða sjö lið í hvorum flokki. Sveitirnar komu frá Bláskógaskóla, Flúðaskóla,  Grunnskólanum í Hveragerði, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla,

Úrslit urðu þau að í yngri flokknum vann A-sveit Sunnulækjarskóla með alls 22 vinninga af 24 mögulegum næst kom sveit Flúðaskóla með 15 vinninga og þá A-sveit Vallaskóla með 13 vinninga.

Lokastaðan á Chess-Results.

Suðurlandsmeistarar Grunnskólans í Hveragerði. Mynd: Aldís Sigfúsdóttir.

Í eldri flokknum vann A-sveit Hveragerðis með 20½ vinning, næst kom A-sveit Flúðaskóla með 17 vinninga og þá sveit Vallaskóla með 16½ vinning.

Lokastaðan á Chess-Results.

Aldís Sigfúsdóttir, hélt um mótshaldið af miklum myndarskap, af hálfu heimamanna.

- Auglýsing -