Hannes að tafli í Lissabon. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2514), gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann Nikita Petrov (2585) í áttundu og næststíðustu umferð alþjóðlega mótsins í Lissabon. Hannes hefur 6½ vinning og er í 2.-6. sæti

Þröstur Þórhallsson (2425) tefldi vinn sinn fjórða Pólverja í gær, FIDE-meistarann Igor Kowalski (2296). Hann vann og hefur 6 vinninga.

Lokaumferðin fer fram í dag og hefst kl. 14:00. Þá teflir Hannes við stigahæsta keppenda mótsins, rússneska stórmeistarann Alexander Motylev (2644) en Þröstur við ítalska stórmeistarann Alberto David (2560).

262 skákmenn frá 39 löndum taka þátt. Þar af eru 17 stórmeistarar.

- Auglýsing -