Hannes Hlífar Stefánsson að tafl í Reykjavíkurskákmótinu 2017. Mynd: Ómar Óskarsson.

Hannes Hlífar Stefánsson (2514) hefur hlotið 4½ vinning eftir 7 umferðir á alþjóðlega mótinu í Graz. Í fyrradag tapaði yann fyrir slóvenska alþjóðlega meistaranum Zan Tomazini (2432) og í gær gerði hann jafntefli við serbneska stórmeistarann Sinisa Drazic (2408).

Í dag teflir hann við indverska FIDE-meistarann Niranjan Navalgrund (2359). Mótinu lýkur svo á morgun.

Alls taka 122 skákmenn frá 27 löndum þátt í mótinu. Þar á meðal eru 11 stórmeistarar.

 

- Auglýsing -