Héðinn Steingrímsson (2561) tekur þessa dagana þátt í alþjóðlega mótinu Spring Chess Classic í St. Louis. Héðinn teflir þar í b-flokki. Með honum í flokki eru býsna sterkir andstæðingar sem allir eru á stigabilinu 2531-2593.
Héðinn hóf mótið á tap gegn Kínverjanum Jinshi Bai (2593), í 2. umferð vann hann Rússann Aleksey Sorokin (2531) og í þeirri þriðju gerði hann jafntefli við Úkraínumanninn Andrey Baryshoolets (2589).
Fjórða umferð fer fram í dag og þá mætir Héðinn bandaríska heimamanninum Sergey Erenburg (2586).
- Heimasíða mótsins
- Úrslitaþjónusta
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 19)
- Auglýsing -














