Ingi Þór Hafdísarson átti ein óvæntustu úrslit mótsins. Mynd: Fiona Steil-Antoni.

Í þriðju og fjórðu umferð var þónokkuð um óvænt úrslit miðað við skákstig. Við skulum líta á það sem sker hvað mest í augun þegar litið er chess-results.

Þriðja umferð:

Selfyssingurinn Erlingur Jensson (1559) lagði Bandaríkjamanninn Gerald Larson (2038) að velli. Stigamunurinn nálægt 500 ELO-stigum! Vel gert hjá Erlingi.

Adam Omarsson (1144) lagði Þjóðverjann Mario Feuerstein (1833) að vell. Stigamunur nærri 700 skákstigum! Adam á uppleið!

Norðanmaðurinn Sigurður Eiríksson (1807) gerði sér lítið fyrir og lagði margfalda Íslandsmeistarann Lenku Ptacnikovu (2202) að velli.

Jón Eggert Hallsson (1710) hafði sigur á hinum sænska Lars Andersson (2012).

Arnar Milutin Heiðarsson (1726) einn fjölmargra fulltrúa Hörðuvallaskóla og Breiðabliks á mótinu vann sigur á bosníska skákmanninum Mujacic Haris (1992).

Körfuknattleikskappinn og Huginspilturinn Stefán Orri Davíðsson (1555) lagði ungversku skákkonuna Szilvia Lochte (1858) að velli.

Þórður Guðmundsson (1527) læknir á Selfossi hafði góðan sigur á hinum svissneska Frederic Tinguely (1729).

  1. umferð

TR-ingurinn úr Laugalækjarskóla Alexander Oliver Mai (2003)  náði afar góðu jafntefli gegn hinni sterku skákkonu frá Kashakstan Dinöru Saduakassovu (2461).

ÍR-ingurinn og Huginspilturinn Óskar Víkingur Davíðsson (1872) náði góðu jafntefli gegn Englendingnum Viktor Stoyanov (2238).

Elvar Örn Hjaltason (1664) vann mun stigahærri skákmann og það ekki í fyrsta sinn. Svínn Thomas Marttala (2131) lá í valnum.

Hreinn Hrafnsson (1659) Skákfélagi Akureyrar náði sterkum hálfum punkti gegn þýska doktornum Schultze (2000).

Forystumaður Vinaskákfélagsins Hörður Jónasson (1518) vann líklega einn sinn stærsta sigur þegar hann lagði áðurnefndan Bosníumanninn Mujacic Haris (1992).

Hinn ungi Örn Alexandersson (1523) vann góðan sigur á bandaríska skákmanninum Paul Mishkin (1800).

TR-ingurinn Kristján Dagur Jónsson (1487) náði góðu jafntefli gegn norðanjaxlinum Hjörleifi Halldórssyni (1773).

Ingi Þór Hafdísarson (1220) gerði sér heldur betur lítið fyrir og lagði skákmanninn Guenther Huber-Delle (1732) sem er rúmum 500 stigum hærri!

- Auglýsing -