Frá Fischer-slembiskákinni í fyrra.

Það er frídagur á sjálfu GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í dag. Það er samt ekkert frí heldur fara fram tveir afar skemmtilegur skákviðburðir.

Fischer-slembiskákarskákmóti fer fram í Hörpu í dag og hefst kl. 13.  Verðlaunaféð nemur €3.000 auk þess sem sigurvegarinn fær keppnisrétt á HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í haust! Verður eitt stærsta mót ársins er lofað. Það er því mikið í húfi. Gera má ráð fyrir að taflmennskan í dag standi á milli 13 og 17. Flestir sterkustu skákmenn GAMMA Reykjavíkurskákmótsins taka þátt í dag. Skáksamband Evrópu gefur peningaverðlaunin.

Frá Pub Quiz.

Í kvöld kl. 20:30 er Pub Quiz í umsjóna Ingvars Þórs Jóhannessonar. Einn allra vinsælasti hliðarviðburður GAMMA Reykjavíkurskákmótsins. Fer fram í Bergmáli (áður Smurstöðunni). Tilboð á barnum.

Taflmennskan á sjálfu GAMMA Reykjavíkurskákmótinu heldur svo áfram um helgina með 6. og 7. umferð.

Heimasíða mótsins

Skákskýringar á ensku (hefjast þegar 2 klst eru liðnar af umferð)

Skákir á Chess24

Útsending 4. umferðar:  https://www.twitch.tv/videos/409040191

- Auglýsing -