Þann 09. Júní, í Hörpu, Kaldalóni, mun Mikael Máni Ásmundsson standa fyrir útgáfutónleikum á plötu sem er innblásinn af lífi Bobby Fischer.

Tengill á upplýsingar um tónleikana.

Mikeal hafði ungur mikinn áhuga á tafli og varð ævisaga Bobby‘s , Endatafl kveikjan að hugmyndinni bak við plötunaLögin eru skáldlegar túlkanir á köflum úr ævisögunni en á sama tíma fangar hvert lag eitthvað almennt í mannlegu eðli sem allir hafa upplifað á einhverjum tímapunkti. Með Mikael leika þeir Skúli Sverisson á bassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur.

Upphitun verður í höndum Lilju Maríu Ásmundsdóttur, píanóleikara sem mun leika verkið, Chess Pieces, eftir John Cage sem er byggt á málverki sem hann gerði af taflborði.

Vonumst til að sjá þig í Kaldalóni þann 09. júní klukkan 20:00.