Hilmir Freyr í Helsinki. Mynd: Heimasíða mótsins.

Í gær fóru fram tvær umferðir á skákhátíðinni í Helsinki. Bragi Halldórsson (2116) sem teflir í öldungaflokki (+65) hlaut 1 vinning í skákum tveim en Hilmir Freyr Heimisson (2258) tapaði báðum. Hilmir reyndar tefldi reyndar við tvo stigahæstu keppendur mótsins í gær. Bragi hefur 2 vinninga en Hilmir hefur 1½ vinning að loknum fjórum umferðum.

Skákhátíðin fer fram dagana 14.-18. ágúst, Teflt er til heiðurs Heikki Westerinen sem fagnar 75 ára afmæli í ár og er meðal þátttakenda. Teflt er í þremur flokkum. Öldungaflokki (65+) og tveim ungmennaflokkum (u20). Um er að ræða túrbó-mót. Tefldar eru níu umferðir á fimm dögum.

Í dag eru tefldar 5. og 6. umferð og hefjast þær kl. 7 og 14.

Olomouch Chess Summer 2019

Lenka Ptácníková (2089) tekur þátt í alþjóðulegu móti níu umferða móti í Olomouch í Tékklandi dagana 10.-17. ágúst.

Lenka gerði jafntefli í sjöundu umferð sem fram fór í gær. Lenka hefur 4 vinninga. Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram í dag.

Spilimbergo 2019 Open Masters

Daði Ómarsson (2252) tók þátt í alþjóðlegu móti í Ítalíu sem fram fór 9.-15. ágúst.

Daði hlaut 5 vinninga í umferðum níu. Hann missti af fyrstu umferð svo vinningana fimm fékk hann í átta skákum.

Frammistaða Daða var góð og samsvaraði 2380 skákstigum. Hann hækkaði um 27 skákstig fyrir hana.

Hennefer ELO Summer Open

Gauti Páll Jónsson (2057) er meðal keppenda á þessu fimm umferða móti sem hefst í dag og lýkur á sunnudaginn.

Heimasíða mótsins

 

- Auglýsing -