Davíð Kjartansson að tafli í Túnis. Mynd: Heimasíða mótsins

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2538) og alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson (2401) unnu báðir sínar skákir í fjórðu umferð alþjóðlega mótsins í Túnis.

Hannes vann lettneska stórmeistarann Normunds Miezis (2486). Hann hefur 3 vinninga og er efstur ásamt þrem öðrum skákmönnum. Davíð hefur 2½ vinning og er í fimmta sæti.

Frídagur er í dag. Tvær umferðir fara fram á morgun. Þær hefjast kl. 8 og 15.

Sextán skákmenn tefla í flokknum. Hannes er stigahæstur keppenda en Davíð er fimmti í stigaröð keppenda.

Heraklion International

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2410) teflir á alþjóðlegu móti á Krít. Að loknum þrem umferðum er Helgi einn níu keppenda sem hafa fullt hús en andstæðingarnir hafa verið býsna stigalágir eða á stigabilinu 1182-1866. Það breytist þó í dag því þá mætir hann stigahæta keppenda mótsins, rússneska stórmeistaranum,  Vadim Moiseenko (2543). Umferðin hefst kl. 14.

91 skákmaður tekur þátt og er Helgi sjötti í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -