Hannes að tafli í Túnis. Mynd: Heimasíða mótsins.

Tvær umferðir fóru fram á alþjóðlega mótinu í Túnis í gær. Fulltrúar landans, Hannes Hlífar Stefánsson (2538) og Davíð Kjartansson (2401) hlutu báðir 1 vinning. Hannes gerði tvö jafntefli en Davíð vann og tapaði. Hannes hefur 4 vinninga eftir sex umferðir og eru í 2.-4. sæti. Davíð hefur 3½ vinning og er í 5.-7. sæti. Þeir mætast í sjöundu umferð sem er rétt nýhafin.

Síðari umferð dagsins hefst kl. 15. Lokaumferðin fer fram í fyrramálið kl. 8.

Sextán skákmenn tefla í flokknum. Hannes er stigahæstur keppenda en Davíð er fimmti í stigaröð keppenda.

Heraklion International

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2410) teflir á alþjóðlegu móti á Krít. Hann vann sigur í þrem fyrstu umferðunum. Í fjórðu umferð tapaði hann fyrir rússneska stórmeistaranum Vadim Moiseenko (2543). Í fimmtu umferð, sem fram fór í gær, gerði hann stutt jafntefli við úkraínska alþjóðlega meistarann Emil Mirzoev (2477). Helgi hefur 3½ vinning og er í 13.-20. sæti.

Sjötta umferð fer fram í dag. Þá teflir Helgi við stigalágan andstæðing (1739).

Helgi tefldi í gær á hraðskákmóti. Hann fór mikinn og vann mótið með fullu hús – lagði að velli alla níu andstæðinga sína. Hann hækkar um 14 stig fyrir frammistöðuna.

91 skákmaður tekur þátt og er Helgi sjötti í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -