Félagaskiptaglugganum fyrir Íslandsmót skákfélaga var lokað á miðnætti í gær. Ýmislegt gekk á lokametrunum og hér farið yfir helstu skipti.
Stórmeistarar skipta um félög
Tveir stórmeistarar skiptu um félög fyrir lok gluggans. Bragi Þorfinnsson fekk til liðs við Skákfélag Selfoss og nágrennis (SSON) úr Taflfélagi Reykjavíkur (TR).
Helgi Áss Grétarsson kemur þess í stað í TR en hann gengur úr Skákfélaginu Hugin.
Alþjóðlegu meistarnir líka
Dagur Arngrímsson gekk til liðs við SSON sem virðast hafa sterku liði á skipa á næsta Íslandsmóti skákfélaga. Hann var áður í Breiðabliki, Bolungarvík og Reykjanesi. Davíð Kjartansson gekk úr Fjölni en gekk ekki til liðs við neitt félag. Davíð verður því án félags þegar fyrri hlutinn fer fram en getur gengið í nýtt félag fyrir seinni hlutann.
FIDE-meistarar, forystumenn og aðrir sterkir skákmenn
Alls konar fleiri áhugaverð félagskipti urðu. FIDE-meistarinn Róbert Lagerman gekk til liðs við SSON úr Vinaskákfélaginu. Samkvæmt heimildum Skák.is fóru þau félagaskipti fram í besta bróðerni og verður Róbert áfram formaður Vinaskákfélagsins. Annar alþjóðlegur skákstjóri, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, gekk einnig í SSON. Félagi Róbert úr Hróknum, Hrafn Jökulsson, er líka kominn í SSON
Bjarni Sæmundsson, helsti forystumaður UMSB, gekk úr félaginu og yfir í Taflfélag Garðabæjar. Flestir sterkustu skákmenn UMSB hafa gengið úr félaginu og hlýtur að vera afar óvísst um þátttöku sveitarinnar. Tinna Kristín Finnbogadóttir gekk til liðs við Fjölni.
Eyjemenn styrktu sig. Þangað héldu Þorsteinn Þorsteinsson (úr Hugin), Örn Leó Jóhannsson (úr Breiðabliki, Bolungarvík og Reykjanesi) og Páll Andrason (úr TG).
Hilmar Þorsteinsson gekk í TR úr Hugin. Björgvin Víglundsson fór í KR úr TR. Sigurður Páll Steindórsson, annar helmingur Sigsteins, er kominn yfir í Skákgengið. Hinn helmingurinn, Bergsteinn Einarsson, er áfram í TR. Daði Ómarsson gekk úr Hrókum alls fagnaðar yfir í TR eftir nokkra fjarveru. Júlíus Friðjósson er einnig kominn aftur í TR – en hann hefur síðustu ár verið í Skákfélagi Siglufjarðar.
Það hefur ekki framhjá pistlahöfundi að margir forystumenn taflfélaga hafa kynnt sér vel ný lög SÍ, sem ákveðin voru á síðasta aðalfundi sambandsins, og gera sér grein fyrir mikilvægi þess að lenda ákveðnum sætum á næsta Íslandsmóti skákfélaga. Fyrstu fjögur sætin í 2. deild gefa t.d. keppnisrétt í nýju 1. deildinn og sama gildir um efstu fjögur sætin í 3. deild. Þau eru mikilvæg því þau gefa keppnisrétt í hinni nýju 2. deild. Baráttan á komandi keppnistímabili getur því orðið óvenju spennandi.
Félagaskipti 1. janúar – 13. september
Nafn | Eldra félag | Nýtt félag |
Magnús K Jónsson | Skákfélagið Huginn | Hrókar alls fagnaðar |
Hallgrímur Þorsteinsson | Er ekki í félagi | Taflfélag Reykjavíkur |
Jón Björn Margrétarson | Er ekki í félagi | Taflfélag Reykjavíkur |
Stefán Gunnar Sveinsson | Skákfélag Íslands | Hrókar alls fagnaðar |
Nicola Lolli | Er ekki í félagi | Vinaskákfélagið |
Rúnar Gunnarsson | Er ekki í félagi | Taflfélag Reykjavíkur |
Matthías Garðarsson | Er ekki í félagi | Hrókar alls fagnaðar |
Ómar Yamak | Skákfélag Íslands | Hrókar alls fagnaðar |
Torfi Karl Ólafsson | Er ekki í félagi | Hrókar alls fagnaðar |
Eiríkur Örn Brynjarsson | Eitthvað annað – kemur fram í athugasemdum | Hrókar alls fagnaðar |
Óttar Örn Bergmann Sigfússon | Skákfélagið Huginn | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes |
Rayan Sharifa | Skákfélagið Huginn | Taflfélag Reykjavíkur |
Sæmundur Einarsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Þorsteinn Garðar þorsteinsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Sæþór Ingi Sæmundarson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Oddgeir Ágúst Ottesen | Haukar | Selfoss |
Daníel Guðbjartsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Snorri V. Bjarnason | Er ekki í félagi | Taflfélag Reykjavíkur |
Páll Birkir Wolfram | Er ekki í félagi | Selfoss |
Þorsteinn Magnússon | Taflfélag Reykjavíkur | Selfoss |
Birkir Karl Sigurðsson | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes | Hrókar alls fagnaðar |
Tómas Ellert Tómasson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Júlíus L Friðjónsson | Siglufjörður | Taflfélag Reykjavíkur |
oddur ingimarsson | Taflfélag Reykjavíkur | Selfoss |
Guðmundur Gunnar Guðnason | Er ekki í félagi | Selfoss |
Páll Snædal Andrason | Taflfélag Garðabæjar | Taflfélag Vestmannaeyja |
Páll Snædal Andrason | Taflfélag Garðabæjar | Taflfélag Vestmannaeyja |
Örn Leó Jóhannsson | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes | Taflfélag Vestmannaeyja |
Þorsteinn Þorsteinsson | Skákfélagið Huginn | Taflfélag Vestmannaeyja |
Geir Ómarsson Waage | Er ekki í félagi | Vinaskákfélagið |
Daði Ómarsson | Hrókar alls fagnaðar | Taflfélag Reykjavíkur |
Davíð Kjartansson | Fjölnir | Geng einungis úr félaginu |
Matthías Björgvin Kjartansson | Er ekki í félagi | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes |
Dagur Arngrímsson | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes | Selfoss |
Björgvin Víglundsson | Taflfélag Reykjavíkur | KR |
Bragi Þorfinnsson | Taflfélag Reykjavíkur | Selfoss |
Alashtar Aasef | Er ekki í félagi | Taflfélag Reykjavíkur |
Matthías Björgvin Kjartansson | Er ekki í félagi | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes |
Kristinn Jens Sigurþórsson | UMSB | Taflfélag Garðabæjar |
Tinna Kristín Finnbogadóttir | UMSB | Fjölnir |
Arnar Ingi Njarðarson | Eitthvað annað – kemur fram í athugasemdum | Taflfélag Garðabæjar |
Hrafn Jökulsson | Vinaskákfélagið | Selfoss |
Hjalti Skaale Glúmsson | UMSB | Selfoss |
Örn Ragnarsson | Skákfélag Akureyrar | Selfoss |
Benedikt Baldursson | Taflfélag Reykjavíkur | Selfoss |
Björgvin Ívarsson Schram | KR | Hrókar alls fagnaðar |
Björn Agnarson | Er ekki í félagi | Vinaskákfélagið |
Sveinbjörn K Þorkelsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Helgi Áss Grétarsson | Skákfélagið Huginn | Taflfélag Reykjavíkur |
Jóhannes Bjarki Tómasson | Er ekki í félagi | Hrókar alls fagnaðar |
Svavar Viktorsson | Eitthvað annað – kemur fram í athugasemdum | Sauðárkrókur |
Gísli Gunnlaugsson | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes | KR |
Oddur Þorri Viðarsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Friðþór Sófus Sigurmundsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Gunnþór Kristinsson | Selfoss | Selfoss |
Hilmar Garðars Þortseinsson | Skákfélagið Huginn | Taflfélag Reykjavíkur |
Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Eyjólfur Ármannsson | Er ekki í félagi | Selfoss |
Ingibjörg Edda Birgisdóttir | Taflfélag Reykjavíkur | Selfoss |
Sigurður Páll Steindórsson | Taflfélag Reykjavíkur | Skákgengið |
Jón Jóhannesson | UMSB | Víkingaklúbburinn |
Róbert Lagerman | Vinaskákfélagið | Selfoss |
Bjarni Sæmundsson | UMSB | Taflfélag Garðabæjar |
Þormar Jónsson | UMSB | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes |
Erlendar félagaskaskráningar frá áramótum
Name | FIDE ID | New club |
Killian Delaney | 2501570 | Viking Chess Club (Víkingaklúbburinn) |
David Murray | 2501511 | Viking Chess Club (Víkingaklúbburinn) |
Natalia Castejon Caballero | 2271230 | Reykjavik Chess Club (TR) |
Mikhail Al. Antipov | 4107012 | Selfoss Chess Club (SSON) |
Ellen Frederica Nilssen | 1441230 | Reykjavik Chess Club (TR) |
Lomasov, Semyon | 24164879 | Selfoss Chess Club (SSON) |
Carl Jackson | 2502585 | Viking Chess Club (Víkingaklúbburinn) |
Jovana Eric | 938238 | Gardabær Chess Club (TG) |
Bojana Bejatovic | 15000141 | Gardabær Chess Club (TG) |
Anton Demchenko | 4160258 | Selfoss Chess Club (SSON) |
Andrey Esipenko | 24175439 | Selfoss Chess Club (SSON) |
Kaido Külaots | 2565 | Fjölnir ChessClub (Fjölnir) |
Aasef Alashtar | 7600607 | Reykjavik Chess Club (TR) |
Sune Berg Hansen | 1400266 | Akureyri Chess Club (SA) |
Isak Storme | 1728113 | Gardabær Chess Club (TG) |
Artem Galaktionov | 2417571 | Selfoss Chess Club (SSON) |
David Eggleston | 412120 | Viking Chess Club (Víkingaklúbburinn) |
Tiger Hillarp Persson | 1700812 | Akureyri Chess Club (SA) |
Peter Prohaszka | 726265 | Fjölnir ChessClub (Fjölnir) |
Tamas Banusz | 722413 | Fjölnir ChessClub (Fjölnir) |
Andrew Greet | 405817 | Fjölnir ChessClub (Fjölnir) |