Helgi Áss að tafli á Krít. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2410) hefur 2½ vinning að loknum fjórum umferðum á lokuðu móti á grísku eyjunni Krít. Helgi byrjaði á þrem jafnteflum en vann í gær norska alþjóðlega meistarann Tor Fredrik Kaasen (2404).

Í fimmtu umferð, sem fram fer í dag, mætir hann gríska stórmeistaranum Spyridon Kapnisis (2465).

Tíu skákmenn taka þátt í flokknum og er Helgi fjórði í stigaröð keppenda. Meðalstig flokksins eru 2401 skákstig.

- Auglýsing -