Dagur Ragnarsson að taffli í Hörpu. Mynd: Fiona.

Evrópumót landsliða fer fram 24. október – 2. nóvember nk. í Batumi í Georgíu. Ísland sendir lið í opnum flokki. Lið Íslands skipa Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson og Dagur Ragnarsson. Dagana fram að keppni verða EM-fararnir kynntir til leiks en alls skipa íslensku sendisveitina átta manns.

Í dag kynnum við til leiks Dag Ragnarsson sem er að tefla í fyrsta skipti fyrir hönd landsliðs Íslands.

Nafn 

Dagur Ragnarsson

Hlutverk 

Varamaður

Hver kenndi þér að tefla?

Líklega var það afi minn Hermann sem gerði það.

Fischer, Kasparov eða Carlsen?

Eina rétta svarið er Kasparov.

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Ef þeir vinna alla leikinna, þá já. Ef ekki, þá kannski.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir EM landsliða?

Stúdera byrjanir, tefli á netinu og borða hafragraut.

Nefndu önnur lönd auk Georgíu sem eiga landamæri að Svartahafinu? (bannað að nota Google!)

Tyrkland, Rússland, Úkranía, Búlgaría og Rúmenía.

Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?

Þetta verður í fyrsta skipti sem ég keppi á EM landsliða.

Minnisstæðasta atvik í miðri skák

Vann einu sinni skák á opnu móti í Tékklandi útaf andstæðingurinn minn var alveg í spreng. Var með skíttapað stöðu en andstæðingurinn minn lék hratt og ónákvæmt til að vinna upp tíma til að geta farið á klósettið. Vann svo skákina í endataflinu.

Man svo eftir að um daginn að á iðnó mótinu lék andstæðingur hinum gífurlega menntaða leik, Ba8-a1! á móti mér. Sá dagur hefur ekki liðið þar sem ég hugsa ekki um þetta.

Hver verður næsti áskorandi Magnúsar?

Eini rétti áskorandinn er Radjabov

Hver eru þín markmið á mótinu?

Græða 120 elo stig.

Eitthvað að lokum?

Gens una hummus

- Auglýsing -