Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. nóvember sl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Viðar Másson er stigahæstur nýliða og Arnar Heiðarsson hækkaði mest frá síðasta stigalista.

Topp 100

Hjörvar Steinn Grétarsson (2568) er stigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Héðinn Steingrímsson (2549) og Hannes Hlífar Stefánsson (2546).

Hundrað stigahæstu virka skákmenn landsins má finna hér.

Nýliðar

Átta nýliðar eru á listanum nú sem lýsir vel þeirri grósku sem nú er í gangi í íslensku skáklífi. Stigahæstur þeirra er Viðar Másson (1639). Í næstu sætum eru Magnús K. Jónsson (1617) og Róbert Thorarensen (1589).

Nr. Skákmaður Stig  +/- Fj.
1 Masson, Vidar 1639 1639 7
2 Jonsson, Magnus K 1617 1617 6
3 Thorarensen, Robert 1589 1589 11
4 Grimsson, Thordur 1482 1482 6
5 Oskarsson, Markus Orri 1382 1382 6
6 Arnarsson, Arni Johann 1324 1324 5
7 Kjartansson, Adalbjorn Thor 1319 1319 5
8 Johannsson, Markus Orri 1104 1104 5

Mestu hækkanir

Arnar Heiðarsson (+65) hækkar mest frá október-listanum. Í næstu sætum er Halldór Ingi Kárason og Ingvar Wu Skarpéðinsson (+55).

Nr. Skákmaður Stig  +/- Fj.
1 Heidarsson, Arnar 1931 65 5
2 Karason, Halldor Ingi 1896 55 3
3 Skarphedinsson, Ingvar Wu 1499 55 4
4 Hardarson, Petur Palmi 1993 49 4
5 Jonsson, Stefan G 1725 48 4
6 Hrolfsson, Andri 1459 43 2
7 Runarsson, Gunnar 1951 41 3
8 Jonsson, Thormar 1596 41 3
9 Johannsson, Birkir Isak 2107 38 5
10 Helgason, Sigurdur 1502 38 4
11 Gudmundsson, Gunnar Erik 1736 33 4
12 Jonsson, Birgir 1444 33 2
13 Alexandersson, Orn 1550 32 3
14 Heimisson, Hilmir Freyr 2234 31 10
15 Karlsson, Thorleifur 2012 30 3
16 Brynjarsson, Einar Dagur 1123 29 3
17 Stefansson, Bjorn Gretar 1594 28 2
18 Bjorgvinsson, Andri Freyr 2083 27 9
19 Jonsson, Kristjan Dagur 1522 27 3
20 Halldorsson, Jon Arni 2109 26 5
21 Gunnlaugsson, Arnor 1182 26 2
22 Gestsson, Sverrir 1958 25 4
23 Steinsson, Hallgrimur 1796 25 3
24 Helgadottir, Idunn 1175 25 2
25 Thordarson, Sturla 1711 24 4
26 Hrafnkelsson, Thorir Bjorn 1695 24 4
27 Karlsson, Eirikur 1649 24 1
28 Sigurvaldason, Hjalmar 1446 24 4
29 Karason, Askell O 2271 23 4
30 Johannesson, Kristofer Joel 1430 21 2

 

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2092) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2021) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958).

Tuttugu stigahæstu virku skákkonur landsins má finna hér.

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2338) er stigahæsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri. Í næstum sætum eru Jón Kristinn Þorgeirsson (2269) og Hilmir Freyr Heimisson (2234).

Tuttugu stigahæstu ungmenni landsins má finna hér.

Stigahæstu öldungar landsins (+65)

Áskell Örn Kárason (2271) er stigahæsti öldungur landsins (+65). Í næstu sætum eru Kristján Guðmundsson (2236) og Björgvin Víglundsson (2206).

Tuttugu stigahæstu öldunga landsins má finna hér.

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2870) er stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2822) og Ding Liren (2801)

Nánar á heimasíðu FIDE.

Reiknuð skákmót

Upplýsingar um reiknuð íslensk skákmót má finna á heimasíðu FIDE. Alls voru þau 14

- Auglýsing -