Frá HM öldunga. Mynd: Facebooksíða mótsins.

Áskell Örn Kárason (2271) hefur 2½ vinning að loknum þrem umferðum á HM öldunga (+65) sem nú er í gangi í Búkarest í Rúmeníu. Áskell vann í gær moldóvska alþjóðlega meistarann Boris Nevednichy (2073). Í dag teflir Áskell við rússnesku goðsögina Yuri Balashov (2457).  Sú skák verður sýnd beint á vefsíðu mótsins.

Alls taka 192 skákmenn frá 43 löndum þátt í flokki Áskels og Sævars. Þar á meðal eru 9 stórmeistarar og 34 alþjóðlegir meistarar.

- Auglýsing -