Efstu menn mótsins með sín verðlaun

Frídagur var fyrir keppendur á Heimsmeistaramótinu í gær, þriðjudag. Ísey Skákhátíðin hélt engu að síður ótrauð áfram og nú var komið að hraðskákmóti! Tefldar voru 7 umferðir eftir svissneska kerfinu með 4+2 tímamörkum.

Eftir mikla baráttu hafði Helgi Áss Grétarsson sigur á mótinu. Líkt og Jón Viktor í slembiskákinni byrjaði Helgi brösuglega og gerði jafntefli í fyrstu umferð gegn Gunnari Frey Rúnarssyni og tapaði svo í þriðju umferð gegn Degi Ragnarssyni.

Dagur með útdráttarverðlaun, veglegan konfektkassa. Dagur lagði Helga Áss í 3ju umferð.

Á meðan voru þeir Vignir Vatnar Stefánsson og Arnar Gunnarsson á fínu skriði og náðu 4.5 af fyrstu 5 í hús með innbyrðis jafntefli.

“Áfram Helgi!” hefur Helgi kyrjað innra með sér á þessum tímapunkti og hann tryggði sér sigur með því að leggja bæði Vigni og Arnar að velli í tveim síðustu umferðunum. Þetta þýddi að þeir voru allir þrír jafnir að vinningum með 5.5 en Helgi vann á stigaútreikningi enda lagði hann báða keppendur að velli.

“Seigla í Helga maður!” gæti Vignir hafa sagt við Arnar hér

Skákstjórn var í föstum ög öruggum höndum Róberts Lagerman.

Glæsilegar ostakörfur voru í verðlaun, útbúnar af sjálfum Don Roberto skákstjóra og allt muligt man….Don Everything!
Efstu menn mótsins með sín verðlaun

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -