Ísey Skyr Skákhátíðin glæsilega kláraðist í gærkvöldi á Hótel Selfossi með lokahófi. Síðustu umferðir bæði á Heimsmeistaramótinu og á Opna Suðurlandsmótinu fóru fram fyrr um daginn.

Lokaumferðar Heimsmeistaramótsins var beðið með nokkurri eftirvæntingu þar sem stefndi í úrslitaskák á milli Antipov og Adly. Sú eftirvænting breyttist fljótt í vonbrigði þegar skákin fór snemma í alþekkt jafnteflisafbrigði í uppskiptaafbrigði slavneskrar varnar. Antipov vildi væntanlega ekki hætta verðlaunafé til að gera atlögu að titlinum og á endanum var það því Adly sem hafði sigur eftir stigaútreikning (e. tiebreaks). Almenn var umferðin nokkuð friðsæl en Dinara vann góðan sigur á Lomasov í sinni skák með svörtu.

Dinara slakar á meðan andstæðingur hennar klórar sér í kollinum. Lomasov gjörsamlega hrundi á lokametrunum og tapaði þrem síðustu skákunum eftir að hafa verið í efsta sæti eftir sex umferðir

Á Opna Suðurlandsmótinu reyktu Vignir og Jón Viktor friðarpípu á öðru borði en Davíð reyndi að tefla til vinnings gegn Hjörvari í rólegri stöðu. Líklega bauð staðan ekki upp á það og Hjörvar hafði enn einn vinninginn úr farteskinu og glæsilegt mót að baki hjá honum!

Mikið lof var fært á mótshaldara í lokahófi og margir skoruðu á bæði SSON og fyrirtæki og sveitarfélag á svæðinu að reyna að halda boltanum gangandi á næstu árum.

Oddgeir Ottesen heldur sínu ræðu í lokahófinu. Hann var framkvæmdastjóri mótsins og fékk að kynnast því mikla tilstandi sem fylgir sliku mótahaldi
Karl Gauti var ánægður með mótið og lofaði það í sinni ræðu. Hann kíkti margsinnis við á mótsstað meðan á móti stóð
Hrafn Jökulsson hélt ræðu og færði FIscher-setrinu að gjöf ýmsar sögulegar mynjar,. Þar á meðal gögn og blöð tengd Mjólkurskákmótinu 2002 ásamt munum sem varðveita skáksögu af Suðurlandssvæðinu
Þorsteinn Magnússon ræddi afmælisritið og fleira
Skákmenn í 6-10. sæti á Suðurlandsmótinu. Á myndina vantar Davíð Kjartansson
Skákmenn í 1-5. sæti á Suðurlandsmótinu. Pétur Pálmi átti frábært mót!
Bragi Þorfinnsson hlaut bikar sem Skákmeistari Suðurlands þar sem hann er meðlimur í SSON.

 

Hjörvar var afgerandi sigurvegari Opna Suðurlandsmótsins með 7 vinninga af 7 mögulegum.

 

Keppendur Heimsmeistaramótsins. Á myndina vantar Zhigalko sem átti flug um kvöldið
Adly sáttur með sigurlaunin
Don Roberto færði keppendum “piece of Iceland” með verðlaunagripum með íslensku hrauni
Verðlaun fyrir “Champion of World Champions”

Skákir lokaumferðar Suðurlandsmótsins

Skákir lokaumferðar Heimsmeistaramótsins:

Lokastaða Heimsmeistaramótsins ( mótið á chess-results)

Lokastaða Opna Suðurlandsmótsins (mótið á chess-results)

- Auglýsing -