Gauti Páll að tafli í Riga. Mynd: Heimasíða mótsins.

Seinni dagurinn á EM í atskák gekk ekki jafnvel og sá fyrri hjá íslensku fulltrúunum fjórum. Jóhann Hjartarson (2534) endaði efstur íslensku keppendanna með 8½ vinning í 13 skákum. Bragi Þorfinnsson (2457) hlaut 8 vinninga, Helgi Áss Grétarsson (2421) 7½ vinning og Gauti Páll Jónsson (1929) 7 vinninga. Gauti hækkar um 80 stig fyrir frammistöðuna en hinir tapa á stigum.

Nánar á frammistöðun íslensku keppendanna má finna á Chess-Results.

EM í hraðskák hófst í morgun. Þar eru tefldar 2*11 umferðir. Jóhann, Helgi Áss og Bragi unnu allir stigalægri andstæðinga 2-0 í fyrstu umferð. Gauti vann hins vegar stigahægir andstæðing 1½-½.

- Auglýsing -