HM í atskák hefst í dag kl. 12 í Moskvu. Mótið fer fram 3 næstu daga og í kjölfarið verður HM í hraðskák. Flestir sterkustu skákmenn heims taka þátt og má þar nefna heimsmeistarinn sjálfan, Magnús Carlsen, og svo Vladimir Kramnik sem lætur reyndar þátttöku í hraðskákinni duga.
Í beinni
Eini fulltrúi Íslands er Kristján Örn Elíasson sem er einn skákstjóra mótsins.
Tuttugu stighæstu keppendur HM í atskák eru:
Í atskákinni eru tímamörkin 15+10. Tefldar eru 5 skákir á dag alls 15 umferðir. Hraðskákin fer svo fram 29. og 30. desember. Taflmennsku dagsins ætti að vera lokið í góðan tíma fyrir toppslaginn í ensku úrvalsdeildinni á milli Leicester og Liverpool sem hefst kl. 20.
HM kvenna í atskák

Samhliða fer fram HM kvenna í atskák. 20 stigahæstu keppendurnir eru:

Hvernig er best að fylgjast með veislunni?
Allmargar leiðir eru til þess. Ritstjóri getur bent á eftirfarandi leiðir
- NRK – Beinar útsendingar eru á NRK. Hægt er að kaupa áskrift að NRK bæði í gegnum Sýn og Símann. Útsending byrjar þar kl. 11:35 í dag. Hafa verður í huga að öll athyglin á NRK fer á Magnús Carlsen en útsendingarnar eru senn skemmtilegar og líflegar. Það fer reyndar pínulítið í fínar taugar ritstjóra að riddarinn skuli verið kallaður hestur.
- Heimasíða mótsins – þar eru boðaðar mjög góðar útsendingar.
- Chess24 – þar verða án efa öflugar skýringar auk tölvuskýringa. Verða í umsjón Leko, Miro og Skripchenko
- Chess.com. Þar verða öflugir menn á ferðinni en skákskýringar verða í höndum Yasser Seirawan og Robert Hess
- Chess-Results – úrslit og staða
Tilvalið er að benda á fleiri kosti með því að skella inn athugasemd.
Viltu tefla sjálfur?
Norðmanmönnum er bent á Jólahraðskákmót SA hefst í dag kl. 13:00. Sunnanmenn geta teflt í Jólahraðskákmóti TR á morgun sem hefst kl. 19:30 og svo Íslandsmótinu í atskák sem fram fer sunnudaginn 29. desember og hefst kl. 13. Á sama tíma fer fram Hverfakeppni fyrir norðan.














