Séð yfir efstu borðin á HM í atskák.. Mynd: Lennart Ootes/FIDE

HM í atskák hófst í gær í Moskvu. Fimm umferðir af 15 voru tefldar í opnum flokki en fjórar umferðir af 12 í kvennaflokki. Fimm skákmenn eru efstir í opnum flokki með 4½ vinning og er Magnús Carlsen í 6.-12. sæti með 4 vinninga.

Staðan í opnum flokki

Gaman að hefur verið fylgjast með fjörinu. Ritstjóri hefur mest notast við NRK í sjónvarpinu en svo er tilvalið einnig að hafa opinberu síðuna eða Chess.com í tölvunni eða varpa yfir í sjónvarpið.

Í beinni

Í atskákinni eru tímamörkin 15+10. Tefldar eru 5 skákir á dag alls 15 umferðir dagana 26.-28. desember. Hraðskákin fer svo fram 29. og 30. desember. Taflfmennska hefst alla dagana kl. 12 nema þann lokadaginn, 30. desember, því þá hefst hún kl. 11.

HM kvenna í atskák

Arkady Dvorkovich lék fyrsta leikinn á HM kvenna í atskák

Óvæntir hlutir hafa verið á HM kvenna í atskák. Þrjár efstar og eru þær aðeins á styrkleikabilinu 19-30. Það eru Meri Baribidze, Olga Girya og Irina Bulmaga. Stigahæstu keppendurnir eru enn ekki í efstu sætum.

Hvernig er best að fylgjast með veislunni?

Allmargar leiðir eru til þess. Ritstjóri getur bent á eftirfarandi leiðir

  • NRK – Beinar útsendingar eru á NRK. Hafa verður í huga að öll athyglin á NRK fer á Magnús Carlsen en útsendingarnar eru senn skemmtilegar og líflegar.
  • Heimasíða mótsins og Chess24 – mjög góðar skýringar. Þær sömu og eru í youtube-tenglinum hér að ofan. Í umsjón Leko, Miro og Skripchenko
  • Chess.com. Þar verða öflugir menn á ferðinni en skákskýringar verða í höndum Yasser Seirawan og Robert Hess
  • Chess-Results – úrslit og staða

Viltu tefla sjálfur?

Það er lítið mál að tefla sjálfur um jólin! Jólahraðskákmót TR fer fram í kvöld og hefst kl. 19:30. Íslandsmótið í atskák fer fram fer sunnudaginn 29. desember og hefst kl. 13. Á sama tíma fer fram Hverfakeppni SA fyrir norðan.

- Auglýsing -