Heimsmeistarinn - Magnús Carlsen. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Heimsmeistaramótinu í atskák lauk í gær í Moskvu. Magnús Carlsen (2886) vann öruggan sigur á mótinu í opnum flokki en hann hlaut 11½ vinning í skákunum 15. Í 2.-4. sæti, vinningi á eftir heimsmeistaranum, urðu Íraninn Alireza Firouzja (2614), sem væntanlega skiptir yfir til Frakklands, Bandaríkjamaðurinn Hikaru Nakamura (2819) og Rússinn Vladimir Artemiev (2756).

Lokastaðan

 

Lokastöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.

Heimsmeistaratitillinn í höfn! Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Humpary Konaru (2438) varð heimsmeistari kvenna. Hún varð efst ásamt Lei Tingjie (2498) og Ekarerina Atalik (2360) en hafði titilinn eftir sigur á Lei Tingjie í bráðabana.

Lokastaðan

Lokastöðuna í heild sinni má finna á Chess-Results.

HM í hraðskák hefst núna kl. 12. Þar eru tefld 21 umferð með umhugsunartímanum 3+2. Í dag eru tefldar 12 umferðir og á morgun eru tefldar 9. Taflmennskan í dag hefst kl. 12 en kl. 11 á morgun. Vladmir Kramnik er meðal keppenda á HM í hraðskák.

Nánar um mótin á Chess.com.

HM í hraðskák beinni

 

Hvernig er best að fylgjast með veislunni?

Allmargar leiðir eru til þess. Ritstjóri getur bent á eftirfarandi leiðir

  • NRK – Beinar útsendingar eru á NRK. Hafa verður í huga að öll athyglin á NRK fer á Magnús Carlsen en útsendingarnar eru senn skemmtilegar og líflegar.
  • Heimasíða mótsins og Chess24 – mjög góðar skýringar. Þær sömu og eru í youtube-tenglinum hér að ofan. Í umsjón Leko, Miro og Skripchenko
  • Chess.com. Þar eru öflugir menn á ferðinni en skákskýringar eru í höndum stórmeistarana Yasser Seirawan og Robert Hess
  • Chess-Results – úrslit og staða

Viltu tefla sjálfur?

Íslandsmótið í atskák fer fram í dag og hefst kl. 13. Á sama tíma fer fram Hverfakeppni SA fyrir norðan. Í kvöld fer svo fram lokamótið Íslandsmótsins í netskák og hefst kl. 20.

- Auglýsing -