Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2529), endaði ekki vel í áskorendaflokk skákhátíðarinnar í Prag því hann tapaði tveim síðustu skákunum. Í lokaumferðinni fyrir Hollendingum Jorden Van Foreest (2667) sem vann mótið.
Hannes endaði með 5 vinninga og í 4.-6. sæti. Frammistaða Hannesar var engu að síður og samsvaraði 2635 skákstigyum. Hann hækkar um 13 stig fyrir hana.
Lokastöðuna má finna á Chess-Results.
Í áskorendaflokknum tefldu tíu keppendur og þar af átta stórmeistarar. Hannes var áttundi í stigaröð keppenda en meðalstigin voru 2586 skákstig. Þess má geta að Hannes var elstur keppenda á skákhátíðinni.
- Auglýsing -












