Helgi í þungum þönkum.

Það hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni að skákhreyfingin hefur blásið til sóknar og mun standa fyrir fjölmörgum netsamkomum næstu vikurnar.

Í kvöld fór fram fyrsta netskákmótið, KR Hraðskákmót, sem var teflt með sömu tímamörkum og umferðafjölda og hin vinsælu KR mót sem haldin hafa verið alla mánudaga um langt árabil. Tímamörkin voru 7 mínútur á mann og tefldar voru 9 umferðir.

Þátttaka var afar góð og mættu alls 44 til leiks í þessu fyrsta móti “Sóknarinnar”. Alls mættu 10 titilhafar til leiks, þ.m.t. voru stórmeistararnir Helgi Áss og Jóhann Hjartarson, ásamt fjölmörgum skákáhugamönnum sem vonandi höfðu gagn og gaman af.

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom sá og sigraði og lét það ekki á sig fá að hafa misst af fyrstu umferðinni, heldur lagði hann alla andstæðinga sína að velli, þar til tímahrak varð honum að falli í lokaumferðinni. Norðlendingurinn knái, Símon Þórhallsson endaði í 2. sæti, jafn Helga að vinningum en með örlítið lakari oddastig, og FM Róbert Lagerman í 3 sæti, einning með 7 vinninga.

Svartur (Helgi Áss) tefldi af festu í mótinu, hér lék hann 28..Dd4! 29. Dg4 Bxb3!

Lokastaða efstu manna

 1. GM Helgi Áss Grétarsson 7 vinningar (af 8) 42 oddastig
 2. Símon Þórhallsson 7 vinningar og 37.75 og stig
 3. FM Róbert Lagerman 7 vinningar og 27.75 stig
 4. GM Jóhann Hjartarsson 6.5 vinningar
 5. FM Guðmundur Stefán Gíslason 6 vinningar og 31 stig
 6. Tómas Veigar Sigurðarson 6 vinningar og 22.75 stig
 7. IM Áskell Örn Kárason 5.5 vinningar og 26.5 stig
 8. Heimir Ásgeirsson 5.5. vinningar og 23.25 stig
 9. Páll Snædal Andrason 5.5 vinningar og 21 stig
 10. FM Jón Kristinn Þorgeirsson 5.5 vinningar og 20.25 stig

Næsta mót

 • Þriðjudaginn 17. mars kl. 19:30 – Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

Tengill: https://www.chess.com/live#t=1158145

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

- Auglýsing -