Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Lítið er um reiknuð mót nú vegna Covid-19. Sigurður A. Magnússon er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá mars-listanum.

Topp 100

Litlar breytingar eru á listanum nú vegna samkomubannsins. Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er langstigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2542) og Jóhann Hjartarson (2525).

100 stigahæstu virku skákmenn landsins. 

Nýliðar og mestu hækkanir

Tveir nýliðar eru á listanum nú. Annars vegar Sigurður A. Magnússon (1579) og hins vegar Ólafur Fannar Pétursson (1049).

Matthías Björgvin Kjartansson (+112) hækkar mest frá mars-listanum. Í næstu sætum eru Einar Dagur Brynjarsson (+54) og Guðrún Fanney Briem (+42).

Nýliðar og mestu hækkanir

Stigahæstu skákkonur landsins

Íslandsmót kvenna var eitt þeirra móta sem náðist að klára fyrir samkomubann. Flestar íslensku kvennanna eru því með reiknaðar skákir.

Lenka Ptácníková (2111) er stigahæsta skákkona landsins. Hallgerður Helga (2009) og Guðlaug Þorsteinsdætur (1975) eru næstar.

17 stigahæstu skákkonur landsins

Stigahæstu ungmenni landsins

Hilmir Freyr Heimisson (2309) er stigahæsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri, en NM í skólaskák skilaði sér loks sér til stiga nú en ekki 1. mars eins og það átti að gerast. Vignir Vatnar Stefánsson (2296) er næstur og Birkir Ísak Jóhannsson (2146) þriðji.

20 stigahæstu ungmenni landsins

Reiknuð innlend mót

  • Íslandsmót kvenna (landsliðs- og áskorendaflokkur)
  • Skákmót öðlinga
  • Bikarsyrpa TR #5
  • Skákþing Vestmannaeyja
  • Atskákmót Skákfélags Sauðárkróks
  • TR Rapid – þrjú mót

Eins og staðan er núna verður ekkert íslenskt skákmót reiknað til stiga 1. maí nk. Ólíklegt er að það breytist.

Heimslistinn

Vegna stöðvunar á áskorendamótinu skilaði mótið (fyrri hlutinn) sér til útreiknings. Samkvæmt frétt Chess.com í dag verður seinni hlutinn tefldur á Suðurskautslandinu síðar í mánuðnum.

Nepo og MVL hækka báðir á listanum eftir góða frammistöðu í Katrínarborg.

1. Magnus Carlsen – 2863 (+1)
2. Fabianо Caruana – 2835 (-7)
3. Ding Liren – 2791 (-14)
4. Nepomniachtchi Ian – 2784 (+10)
5. Maxime Vachier-Lagrave – 2778 (+11)
6. Alexander Grischuk – 2777 (0)
7. Levon Aronian – 2773 (0)
8. Wesley So – 2770 (0)
9. Teimour Radjabov – 2765 (0)
10. Anish Giri – 2764 (+1)

Topp 100 má finna hér.

Nánar um stigalista FIDE.

- Auglýsing -