2019 Gibraltar International Chess Festival: Masters, Round 1, 22 January 2019. Photos by John Saunders

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sigraði af fádæma öryggi á Arena netskákmótinu sem fram fór í gær. Jóhann fékk alls 67 stig og var 9 stigum á undan næsta manni. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson var í 2. sæti með 58 stig og FM Björn Ívar Karlsson í 3. sæti með 55 stig.

Alls tóku 52 skákmenn þessu bráðskemmtilega móti.

Lokastaða efstu manna

  1. GM Jóhann Hjartarson 67 stig
  2. GM Helgi Áss Grétarsson 58 stig
  3. FM Björn Ívar Karlsson 55 stig
  4. GM Bragi Þorfinnsson 53 stig
  5. Þorbjörn Ekhdal 44 stig
  6. Tómas Veigar Sigurðarson 42
  7. Lenka Ptácníková 42 stig
  8. FM Sigurbjörn Björnsson 40 stig
  9. FM Vignir Vatnar Stefánsson 40 stig
  10. Jóhann Jónsson 36 stig

Á morgun kl. 19:30 fer fram Laugó Invitational, tefldar verða 7 umferðir með tímamörkunum 5+2. Mótið er opið öllum!

FIMMTUDAGINN 2. APRÍL KL. 19:30

Laugó Invitational – Hraðskákmót 7 umferðir 5+2.

- Auglýsing -