Lokaumferð mótaraðarinnar fer fram sunnudaginn 10. mai kl. 17:00. Tefldar verða sjö umferðir með 4 mínútna umhugsunartíma og 2 sek viðbót við hvern leik. Áætlað er að mótinu ljúki kl. 18:30.

Tengill á mótið:

https://www.chess.com/live#t=1221470

Staðan í mótaröðinni er þannig að ellefu krakkar hafa náð fullu húsi (fimm sinnum 12stig) í keppninni um sigurvegarann í bestu fimm mótunum.

 

Þrír eiga möguleika á því að komast í þennan hóp með góðum árangri í lokamótinu:

Kári Christian Bjarkarson 10.bekk Laugalækjaskóla
Aron Örn Hlynsson 6.bekk Rimaskóla
Þórhildur Helgadottir 4.bekk Vatnsendaskóla

Í keppninni um bestan árangur í tólf mótum (af sextán) er Birkir Hallmundarson kominn með fullt hús, en Benedikt Þórisson fylgir honum fast eftir og getur jafnað hann með góðum árangri í lokamótinu.

Dregið verður um verðlaun (allavegana í fimm bestu mótunum) í beinni útsendingu á Zoom eftir að lokamótinu lýkur.

Minni á að ekki er leyfð nein utanaðkomandi hjálp þegar skákirnar eru tefldar, hvorki frá foreldrum, vinum, systkinum eða skákreiknum !

Heimasíða mótsins: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Staðan í mótaröðinni: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1e_gT5iMttLxLLdPWLHZeybdmbXsfSWJqotTvW7s4Kao/edit?usp=sharing

Þið megið svo hvetja fleiri til að vera með, sérstaklega langar okkur til að fá sem flesta af landsbyggðinni því þetta er kjörinn vettvangur fyrir þá til að spreyta sig.

Keppt er um bestan árangur í hverjum bekk fyrir sig á landsvísu í hverju móti. Auk þess er keppt sérstaklega í bekkjum 6.-10. fyrir nemendur á landsbyggðinni. Það eru því 15 tólfur í boði í hverju móti.

Alls verða mótin sextán í vetur og þeir sem ná bestum árangri keppa um tvo ferðavinninga að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fyrri ferðavinningurinn er fyrir bestan árangur í tólf bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum) og sá seinni fyrir bestan árangur í fimm bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum). Einungis er hægt að vinna einn ferðavinning.

- Auglýsing -