Mynd frá Chess24.

Fyrstu stutteinvígin í Lindores Abbey atskákmótinu voru haldin í gær og í fyrradag. Fyrirkomulagið er þannig að keppendurnir í átta manna úrslitum tefla keppendur 3 stutt-einvígi (4 atskákir) og sá sem fyrri verður til að vinna tvö kemst áfram í undanúrslit.

Í dag tefla Nakamura-Aronian og Yu-Ding stutteinvígi. Aronian og Ding Liren þurfa nauðsynlega að sigra til að ná fram þriðja stutteinvíginu. Á morgun mætast Carlsen-So og Dubov-Karjakin.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -