Hinn tvítugi, rússneski stórmeistari, Alexey Sarana, varð í gær fyrsti Evrópumeistarinn í netskák. Hann vann Tékkann viðkunnanlega, David Navara, í úrslitaeinvígi. Armeninn Gabriel Sargassian varð þriðji.

Þar með lauk ríflega hálfmánaðarverkefni en mótið hófst 16. maí með keppni fyrir skákmenn með minna en 1400 skákstig.


Alls tóku um 40 íslenskir skákmenn þótt í mótinu. Þrír Íslendingar tóku þótt í e-flokki (2300+) og stóð Helgi Áss Grétarsson sig best þeirra. Hann hlaut 6,5 vinning af 16 mögulegum í undanrásunum tveir. Guðmundur Kjartansson hlaut 6 vinninga.

Heimasíða Skáksambands Evrópu

- Auglýsing -