Chessable Masters hófst í fyrradag á Chess24. Þátt taka 12 skákmenn og tefla í tveimur flokkum. Tefld er tvöföld umferð og komast fjórir efstu úr hvorum flokki í átta manna úrslit þar sem teflt verður eftir útsláttarfyrirkomulagi.

Rússinn Vladislav Artemiev er nokkuð óvænt efstur í a-flokki með 3,5 vinning eftir 5 umferðir. Magnus Carlsen og Hikaru Nakamura eru aðeins í 3.-4. sæti. Seinni hluti a-flokksins fer fram í dag.

Nánar má lesa um fyrri hlutann á Chess24.

Maxime Vachier-Lagreve og Anish Giri eru efstir og jafnir í b-flokki. Baráttan þar er afar jöfn. Síðari hlutinn fer fram á morgun.

Nánar má lesa um fyrri hlutann á Chess24.

- Auglýsing -