Landssambönd
Skáksambands Íslands
Heldur regluleg Íslandsmót í vetur.
Mótadagskrá SÍ starfsárið 2024-25 má finna hér.
Starfsemi SÍ má finna á skak.is.
Skákskóli Íslands (Faxafeni 12)
Skákskóli Íslands er með afreksmiðaða þjálfun í getuskiptum flokkum. Skólinn býður upp á fjarkennslu á sínum námskeiðum og tekur vel á móti iðkendum af landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Skákskólans.
Skráning í Skákskólann.
Höfuðborgarsvæðið
Taflfélag Reykjavíkur (Faxafeni 12)
Boðið er upp á fjölbreytta starfsemi á laugardögum. Manngangskennslu, byrjendaæfingar og stúlknaæfingar. Í miðri viku eru svo framhalds- og afreksflokkar.
Nánar á heimasíðu TR.
Skákdeild Breiðabliks (Glersalurinn við Breiðabliksvöll)
Boðið er upp á æfingar fyrir 1. -3. bekk og 4. bekk og eldri. Auk þess eru sérstakar afreksæfingar, framhaldsæfingar og æfingar fyrir eldri (unglingastig og eldri). Æfingar eru alla virka daga og er æfingaframboð það mesta á Íslandi eða 15 klst á viku.
Nánar á heimasíðu Breiðabliks.
Skákdeild Fjölnis
Skákæfingar Fjölnis verða á dagskrá alla fimmtudaga í Rimaskóla frá kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Æfingarnar eru í samstarfi við Skákskóla Íslands og ætlaðar öllum börnum og unglingum á grunnskólaaldri. Æfingarnar eru ókeypis. Skákkennsla, skákmót, verðlaun og veitingar. Fyrsta æfingin verður fimmtudaginn 4. september.
Nánar á Facebook-síðu Fjölnis
Skákdeild KR (KR-heimilið)
Kennsla fyrir börn og unglinga á vegum skákdeildar KR fer fram á föstudögum frá kl. 16 og á sunnudögum frá kl. 11 í Samkomuhúsi Vesturbæjar, Aflagranda 40. Hvor æfing er um 90 mínútur. Í samkomuhúsinu eru rúmgóðir salir og iðkendum er skipt niður í hópa eftir getu. Þjálfarar eru Oddgeir Ottesen og Arnar Gunnarsson. Aðrir félagar í skákdeild KR koma oft og aðstoða við þjálfun krakkanna.
Taflfélag Garðabæjar (Bókasafn Garðabæjar og Miðgarður)
Skákæfingar TG fyrir börn og unglinga eru 2svar í viku fyrir tvo aldursflokka.
Eldri hópur 9 til 15 ára. Aðalþjálfari Vignir Vatnar Stefánsson alþjóðlegur meistari.
Mánudagur 17:45 til 18:45 Bókasafni Garðabæjar og Laugardagar 13 til 14 í Miðgarði.
Yngri hópur 6 til 8 ára. Aðalþjálfari Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna.
Mánudagur 17:15 til 18:00 Bókasafni Garðabæjar og Laugardag 14 til 15 í Miðgarði.
Skákdeild Hauka (Ásvellir)
Víkingaklúbburinn (Víkingsheimilið)
Boðið er upp á æfingar fyrir 14 ára og yngri alla mánudaga á milli 17:15-18:45.
Landsbyggðin
Skákfélag Akureyrar
Skákæfingar eru í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni v/Skólastíg, gengið inn að vestan.
Almennur flokkur – yngri börn: Mánudagar kl. 16:45-18:00
Framhaldsflokkur: Þriðjudagar kl. 14:30-16:00
Opin æfing fyrir báða flokka: Fimmtudagar kl. 14:30-16:00
Auk þess sér félagið um skákkennslu í Síðuskóla, Lundarskóla (3-5. bekkur) og Brekkuskóla (4-6. bekkur), svo og skákval á unglingastigi fyrir nemendur í gurnnskólum bæjarins.
Skákfélags Selfoss og nágrennis (Fischersetur)
Almennar æfingar SSON eru kl 19:30-21:30 á miðvikudögum.
Einnig er 10 skipta námskeið fyrir 10-16 ára í fischersetri sem byrjar laugardaginn 3. sept og er kl. 10:00-11:30 nánari upplýsingar á nánari upplýsingar má nálgast í netfangið ari.bjorn98@gmail.com eða í síma 868 2285
IM Davíð Kjartansson sér um kennslu.
Taflfélag Vestmannaeyja (Heiðarveg9 – skákheimili TV)
Boðið er upp á æfingar á mánudögum og fimmtudögum, frá kl. 17:30-18:30.