Æskulýðsstarfsemi í skák starfsárið 2022-23

0
5607

Landssambönd

Skáksambands Íslands

Heldur regluleg Íslandsmót í vetur.

Mótadagskrá SÍ starfsárið 2022-23 má finna hér.

Starfsemi SÍ má finna á skak.is. 

Skákskóli Íslands (Faxafeni 12) 

Boðið er upp grunnnámskeið á laugardögum kl. 11:00. Einnig er boðið upp á stúlknaámskeið á mánudögum kl. 17 í Breiðabliksstúkunni. Skákskólinn er svo með framhaldsnámskeið fyrir þá sem eru lengra komnir.

Nánari á heimasíðu Skákskólans.

Höfuðborgarsvæðið

Taflfélag Reykjavíkur (Faxafeni 12) 

Boðið er upp á fjölbreytta starfsemi á laugardögum. Manngangskennslu, byrjendaæfingar og  stúlknaæfingar. Í miðri viku eru svo framhalds- og afreksflokkar.

Nánar á heimasíðu TR.

Skákdeild Breiðabliks (Glersalurinn við Breiðabliksvöll)

Boðið er upp á æfingar fyrir 1. -3. bekk og 4. bekk og eldri. Auk þess eru sérstakar afreksæfingar, framhaldsæfingar og æfingar fyrir eldri (unglingastig og eldri). Æfingar eru alla virka daga og er æfingaframboð það mesta á Íslandi eða 15 klst á viku.

Nánar á heimasíðu Breiðabliks. 

Skákdeild Fjölnis 

Skákæfingar Fjölnis verða á dagskrá alla fimmtudaga í Rimaskóla frá kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús. Æfingarnar eru í samstarfi við Skákskóla Íslands og ætlaðar öllum börnum og unglingum á grunnskólaaldri. Æfingarnar eru ókeypis. Skákkennsla, skákmót, verðlaun og veitingar. Fyrsta æfingin verður fimmtudaginn 15. sept.

Nánar á Facebook-síðu Fjölnis

Skákdeild KR (KR-heimilið)

Kennsla fyrir börn og unglinga á vegum skákdeildar KR fer fram á föstudögum frá kl. 16 og á sunnudögum frá kl. 11 í Samkomuhúsi Vesturbæjar, Aflagranda 40.  Hvor æfing er um 90 mínútur. Í samkomuhúsinu eru rúmgóðir salir og iðkendum er skipt niður í hópa eftir getu. Þjálfarar eru Oddgeir Ottesen og Arnar Gunnarsson. Aðrir félagar í skákdeild KR koma oft og aðstoða við þjálfun krakkanna.

Taflfélag Garðabæjar (Bókasafn Garðabæjar og Miðgarður)

Skákæfingar TG fyrir börn og unglinga eru 2svar í viku fyrir tvo aldursflokka.

Eldri hópur 9 til 15 ára. Aðalþjálfari Vignir Vatnar Stefánsson alþjóðlegur meistari.

Mánudagur 17:45 til 18:45 Bókasafni Garðabæjar og Laugardagar 13 til 14 í Miðgarði.

Yngri hópur 6 til 8 ára. Aðalþjálfari Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna.

Mánudagur 17:15 til 18:00 Bókasafni Garðabæjar og Laugardag 14 til 15 í Miðgarði.

Nánar á Facebook. 

Skákdeild Hauka (Ásvellir)

Skákdeild Hauka startar aftur barnastarfi fyrir byrjendur á grunnskólaaldri þriðjudagunn 4. apríl. Kennt verður apríl/maí og byrjar svo aftur í haust.
Miðað er við að nemendur kunni mannganginn.
Kenndar verða byrjanir, endatöfl og taktík fyrir byrjendur.
Kennt verður í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum á þriðjudögum á milli kl 17.00-18.30.
Kennari er Jóhann Arnar Finnsson.

Víkingaklúbburinn (Víkingsheimilið) 

Boðið er upp á æfingar fyrir 14 ára og yngri alla mánudaga á milli 17:15-18:45.

Nánar á Facebook.

Landsbyggðin

Skákfélag Akureyrar (íþróttahúsið – norðursalur) 

Almennur flokkur (yngri börn og byrjendur): Á föstudögum kl. 16:30-18:00. Fyrsta æfing föstudaginn 9. september. Þjálfarar Elsa María Kristínardóttir og Hilmir Vilhjálmsson.

Framhaldsflokkur: Á mánudögum kl. 17:30-19:00 og á fimmtudögum kl.15:30-17:00. Fyrstu æfingar 5. og 8. september. Hægt er að velja æfingar einn eða tvo daga í viku. Þjálfarar Áskell Örn Kárason og Andri Freyr Björgvinsson.

Gert er ráð fyrir því að iðkendur sem fæddir eru árið 2013 og síðar taki þátt í almennum flokki, en framhaldsflokkurinn getur þó verið opinn ungum iðkendum sem hafa stundað reglulegar æfingar undanfarin tvö ár. Eins er áhugasömum börnum sem fædd eru árið 2012 og 2011 ráðlagt að byrja í almennum flokki ef þau hafa litla reynslu af skákæfingum.

Hægt er að skrá börnin með skeyti á netfangið askell@simnet.is, eða í upphafi fyrstu æfingar.

Nánar á heimasíðu SA.

Skákfélags Selfoss og nágrennis (Fischersetur) 

Almennar æfingar SSON eru kl 19:30-21:30 á miðvikudögum.

Einnig er 10 skipta námskeið fyrir 10-16 ára í fischersetri sem byrjar laugardaginn 3. sept og er kl. 10:00-11:30 nánari upplýsingar á nánari upplýsingar má nálgast í netfangið  ari.bjorn98@gmail.com eða í síma 868 2285

IM Davíð Kjartansson sér um kennslu.

Nánar á heimasíðu SSON.

Taflfélag Vestmannaeyja (Heiðarveg9 – skákheimili TV) 

Boðið er upp á æfingar á mánudögum og fimmtudögum, frá kl. 17:30-18:30.

Nánar á Facebook

- Auglýsing -