Vignir að tafli í Uppsölum. Mynd: Carl Fredrik.

Vignir Vatnar Stefánsson (2313) og Hilmir Freyr Heimisson (2352) gerðu báðir jafntefli í 4. umferð alþjóðlega unglingamótsins í Uppsölum í dag. Vignir við hina þýsku Annamarie Muetsch (2266) sem er alþjólegur meistari kvenna og Hilmir við Svíann Edvin Trost (2202).

Vignir hefur 2,5 vinninga og er í 7.-16. sæti. Hilmir hefur 2 vinninga og er í 17.-26. sæti.

Tvær umferðir fara fram á morgun og hefjast þær kl. 9 og 15. Í fyrri skák dagsins teflir Vignir við hina búlgörsku Viktoriu Radeva (2263) sem er alþjóðlegur meistari kvenna. Hilmir mætir Finnanum Arvin Rasti (2201).

Bein lýsing Fionu Steil-Antoni og Tiger Hillarps frá fimmtu umferð hefst um kl. 11 og er hægt að fylgjast með henni á Twitch-síðu Fionu. Bein lýsing frá síðari umferðinni verður í umsjón Fionu og Jesper Hall og hefst um kl. 17.

- Auglýsing -