Hannes og Hjörvar mætast í fyrstu umferð. Mynd: GB

Síðari kappskák Hannesar Hlífars Stefánssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar hefst kl. 14. Hannes hefur svart og þarf nauðsynlega að vinna til að jafna metin og ná framlengingu á einvígi sem fram færi á morgun.

Á mótinu hafa verið tefldar 13 kappskákir og hefur engri lokið með jafntefli! Þess fyrir utan hafa verið tefldar 8 atskákir og aðeins einni þeirra lokið með jafntefli!

Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson verða með skákskýringar sem hefjast um kl. 15. Um leið um skákin hefst verður opnað fyrir útsendinguna og hægt að fylgjast með þeim félögum að tafli og hlusta á líflega lyftutónlist.

- Auglýsing -