
Spennandi og jöfnu Íslandsmóti grunnskólasveita er lokið. Svo fór að Landakotsskóli vann sigur á mótinu þar sem sveitirnar skiptust á að vera í forystu allt mótið. Hörðuvallaskóli endaði í öðru sæti og Vatsendaskóli, fráfarandi meistarar, í því þriðja.
Fimmtándi stórmeistari Íslands, Guðmundur Kjartansson, kíkti við og afhendi verðlaun mótsins. Keppendur klöppuðu stórmeistaranum lof í lófa áður en verðlaunaafhending hófst!

Vatnsendamenn byrjuðu mótið með látum þegar þeir lögðu Hörðuvellinga að velli í fyrstu umferð. Í fjórðu umferð náði Landakotsskóli hins vegar forystunni en Vatnsendamenn endurheimtu hana aftur í fimmtu og voru efstir þegar tveimur umferðum var ólokið. Í sjöttu umferð gerðust óvæntir hlutir þegar ungu strákarnir í Lindaskóla gerðu sér lítið fyrir og lögðu Vatnsendaskóla að velli, 4-0. Skyndilega var Lindaskóli kominn annað sæti tveimur vinningum á eftir Landakotsskóla. Þurftu því 3-1 sigur til að tryggja sér aukakeppni um sigurinn á mótinu. Það fór hins vegar að Landakotskóli vann sannfærandi 3-1 sigur og þegar uppi stóð býsna öruggan sigur á mótinu. Höfðu 2,5 vinninga á næstu sveit.

Sveit Íslandsmeistara Landakotsskóla skipuðu:
- Adam Omarsson
- Iðunn Helgadóttir
- Jósef Omarsson
- Jón Louie Thoroddsen
Liðsstjóri var Leifur Þorsteinsson.

Landakotsskóli fékk einnig verðlaun fyrir bestan árangur b-liða.

Flúðaskóli fékk flesta vinninga landsbyggðarsveita og Grunnskóli Vestmannaeyja varð í öðru sæti.

Borðaverðlaun fengu
- Benedikt Briem (Hörðuvallaskóla), 7 v.
- Iðunn Helgasdóttir (Landakotsskóla) og Arnar Freyr Orrason (Lindaskóla) 6 v.
- Jósef Omarsson (Landakotsskóla) 6 v.
- Arnór Gauti Helgason (Rimaskóla) 5,5 v.

Lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results.
Skákstjórar voru Gunnar Björnsson og Róbert Lagerman. Helga Árnasyni og Rimaskóla fá þakkir aðstöðuna.
Á morgun fer Íslandsmót barnaskólasveita. Þar taka þátt 25 sveitir og búast má við ekki síður jöfnu og spennandi móti. Keppendalistann má finna á Chess-Results.