Gylfi að tafli gegn Þresti Þórhallssyni.

Skákfélag Akureyrar efnir til minningarmóts um Gylfa Þórhallsson, fyrrverandi formann félagsins og margfaldan meistara. Mótið verður haldið í Menningarhúsinu Hofi.

Tímamörk og fyrirkomulag:

Tefldar verða atskákir (tímamörk 20+5), alls tólf umferðir.

Dagskrá:

  • Föstudaginn 21. maí kl.  19:00     1-2. umferð
  • Laugardaginn 22. maí kl. 11:00   3-6. umferð
  • Sunnudaginn 23. maí kl.  11:00    7-10. umferð
  • Mánudaginn 24. maí kl. 10.00     11-12. umferð
  • Verðlaunaafhending  að lokinni 12. umferð.

Verðlaun:

  • Fyrstu verðlaun: 120.000
  • Önnur verðlaun:   70.000
  • Þriðju verðlaun:   45.000
  • Fjórðu verðlaun:   30.000
  • Fimmtu verðlaun:   25.000
  • Kvennaverðlaun:    30.000
  • Öldungaverðlaun (+65)     30.000
  • Stigaverðlaun (undir 2000) 20.000
  • Stigaverðlaun (undir 1600) 20.000

Verðlaun skiptast samkvæmt Hort-kerfinu milli keppenda sem eru jafnir að vinningum. Oddastig verða reiknuð samkvæmt reglunni 1. Buchholz-2; 2. Flestar unnar skákir.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

Ekki verða innheimt þátttökugjöld, en þeim sem vilja heiðra minningu Gylfa Þórhallssonar er frjálst að leggja hóflega upphæð inn á reikning mótsins, 0302-26-015909, kt. 590986-2169.

Skráning:

Skráningarform í gula kassanum á skak.is mun birtast á næstu dögum. Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 15:00 þann 21. maí.

- Auglýsing -