Vignir Vatnar að tafli á Íslandsmóti skákfélaga. Mynd: Ómar Óskarsson.

Þriðja mótið í Brim-mótaröðinni hófst í gærkvöldi með fjórum atskákum. Nýjasti alþjóðlegi meistarinn okkar, Vignir Vatnar Stefánsson (2359), sem bíður enn formlegrar útnefningar, er efstur með fullt hús. Vann allar skákir sínar í gær. Alexander Oliver Mai (2078) og Davíð Kjartansson (2328) koma næstir með 3½ vinning.

Töluvert er um óvænt úrslit og má þar benda á frammistöðu Adam Omarssonar (1503) sem hóf mótið með jafnteflum gegn Davíð Kjartanssyni (2328) og Braga Halldórssyni (2081).

Stöðu mótsins má finna á Chess-Results. 

Tvær umferð fara fram í dag. Tveir stigahæstu keppendur mótsins, Vignir og Davíð mætast í þeirri fyrri sem hefst kl. 11.

Heimasíða TR.

 

 

 

- Auglýsing -