Vignir Vatnar að tafli á Íslandsmóti skákfélaga. Mynd: Ómar Óskarsson.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), teflir á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

Tvær umferðir fóru fram í gær. Í fyrri skák dagsins vann hann serbneska FIDE-meistarann Stefan Tadic. Í þeirri síðari gerði hann jafntefli við rússneska alþjóðlega meistarann með stórmeistara styrleika Semyon Lomasov (2525). Fimmta umferð fer fram í dag.

Vignir teflir í þremur 10 manna lokuðum flokkum í Serbíu. Meðalstigin í fyrsta mótinu eru 2400 skákstig. Vignir er næststigalægstur keppenda.

- Auglýsing -