Ný alþjóðleg skákstig tóku í gildi í dag, 1. október 2021. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Örvar Hólm Brynjarsson er eini nýliðinn að þessu sinni og Guðmundur Orri Sveinbjörnsson hækkaði mest frá síðasta skákstigalista. Þessi stig gilda í 1.-4. deild Íslandsmóts skákfélaga en stigin frá 1. september gilda í úrvalsdeild!

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2577) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Í næstum sætum eru Héðinn Steingrímsson (2521) og Henrik Danielsen (2517).

100 stigahæstu skákmenn landsins

Mestu hækkanir

Einn nýliði er á listanum en það er Örvar Hólm Brynjarsson (1229).

Félagsmenn Breiðabliks eiga toppsætin á hækkunarlistanum en Guðmundur Orri Sveinbjörnsson (+98) er hækkunarkóngurinn. Í næstum sætum eru Jóhann Helgi Hreinsson (+87) og Benedikt Briem (+78).

Topp 30 í hækkunum

10 stigahæstu konur landsins

Lenka Ptácníková (2135) er stigahæsta kona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2018) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1978).

16 stighæstu skákkonur landsins

10 stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2399) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Hilmir Freyr Heimisson (2253) og Birkir Ísak Jóhannsson (2098).

20 stigahæstu ungmenni landsins

Aðeins eitt innlent kappskákmót var reiknað til skákstiga en það var Kviku Reykjavíkurskákmótið – EM einstaklinga.

 

- Auglýsing -