Vignir Vatnar Stefánsson (2399) og Tiger Hillarp Persson (2521) gerðu jafntelfi í fjórðu skák einvígis þeirra í Kjarvalsstofu í gær. Vignir hafði hvítt. Tiger náði smá frumkvæði með svörtu en Vignir reyndist vandanum vaxinn og jafntefli var niðurstaðan eftir 49 leiki.

Vignir vann því einvígið 2½-1½. Hann hækkar um 12 stig fyrir frammistöðuna í einvíginu.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Vigni. Í kvöld teflir hann úrslitaskák við Hjörvar Stein Grétarsson á Haustmóti TR.

Skáksamband Íslands stóð fyrir einvíginu í góðri samvinnu við Skákskóla Íslands, Skákdeild BreiðabliksSkákfélag Akureyrar og Vinnustofu Kjarvals.

 

- Auglýsing -